Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 208
212
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
Þegar ég kom að Laugarvatni 1932, þá var ekki annað sjáanlegt af
lauginni en barmarnir, og þá var hún full af sandi og leðju og hafði
vafalaust ekki verið hreinsuð upp í marga áratugi ... Um sumarið
gróf ég hana upp og kom þá í ljós hleðslan allt í kring og að hún
hafi verið steinlögð í botni, 70-80 cm. djúp, ca. [150] cm. að þver-
rnáli og kringlótt í lögun. Heita læknum veitti ég frá og safnaðist
þá vatn í laugina ...8
Af þessari lýsingu er ekki að sjá að Ragnar hafi hreyft neitt við hleðsl-
um eða breytt lauginni að öðru leyti en því að hann hefur grafið rásina
sem liggur austan við laugina til að stýra vatnsrennsli og hitastigi í laug-
inni. Hins vegar segir Sveinn Stefánsson í grein sem hann ritaði um
Vígðulaug í Merki krossins 1992 að Ragnar hafi endurhlaðið „hleðslur í
veggjum og lagfærði hana á ýmsa vegu. Einnig lét hann byggja garð í
kring á þrjá vegu, með hliði í norðvesturhorni hennar, en hafði greiðan
aðgang að vatninu.“9
[ sömu grein segir Sveinn frá því að um 1940 og mörg sumur þar á
eftir hafi Sveinn Guðmundsson tollvörður frá Reykjavík komið að Laug-
arvatni og tekið nriklu ástfóstri við Vígðulaug. Hafi hann hreinsað hana
að innan og lagfært hleðslur í veggjum hennar. Segist Sveinn hafa að-
stoðað nafna sinn við þá iðju.10 Kristinn Kristmundsson skólameistari tók
einnig þátt í því 1961 að laga hleðslur laugarinnar og má af þessu ráða að
talsvert hefur verið átt við laugina á 20. öld.
Nokkrar ljósmyndir eru til afVígðulaug frá ýmsum tímum á 20. öld.11
A þeim má sjá að grjóthleðslan við innrás hveralækjarins hefur tekið
nokkrum breytingum og virðist um skeið hafa verið einhvers konar út-
búnaður þar til að stífla vatnsrennslið og stjórna því, sem ekki er þar
lengur og mun varla heldur upprunalegur. Að öðru leyti verður ekki
greint af þessum myndum að hleðslur laugarinnar hafi breyst að marki.
Uppgröftur við Vígðulaug
Aður en uppgröftur hófst var laugin mæld upp og gerður af henni upp-
dráttur og þversnið teiknað (3. mynd).
Grafinn var skurður meðfram vesturbarmi laugarinnar og var hann
mest 2,67 m langur og 0,64 m breiður syðst en 0,98 m nyrst. Skurðurinn
varð mest 29 sm djúpur (í suðurenda) en var víðast grynnri og aðeins unr
3 sm í miðjum skurðinum. Skurðinum var valinn staður þar sem laugar-
barmurinn er lægstur, en fýrir vesturhlið er dæld niður að lauginni um 2