Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 210
214
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
m löng frá norðri til suðurs og 1 m breið frá austri til vesturs. Hleðslan í
vesturhlið laugarinnar er einnig lægri sem nemur einu umfari en hleðsl-
urnar í suður- og austurhlið.
Gras vex upp á hleðslurnar hringinn í kringum laugina en vestanmeg-
in hefur myndast svað og var grasrótin þar laus, aðeins 3-4 sm þykk. Þar
er grasrótin beint ofan á blágráum jökulleir, sem blandaður er sandi og
smágerðri grús. Næst lauginni er leirinn gallharður, nánast eins og grjót,
en fjær er hann mýkri. Þar senr grasrótin var þynnst og lægðin dýpst
seytlar vatn upp úr leirnum og þar voru nokkrir hnefastórir steinar undir
grasrótinni. Þeir hafa sýnilega verið settir þar til að þétta undir rótina.
Þegar grafið var til suðurs — upp úr dældinni — kom í ljós brúnt leirlag,
blandað mold og grús með talsverðum járnútfellingum, á milli grasrótar
og ísaldarleirsins. Syðst er þetta lag 21 sm þykkt. I þeim enda voru skilin
milli leirlaganna skýr og þar sést greinilegur niðurgröftur í jökulleirinn,
2-3 sm út frá tveimur syðstu steinunum. Járnfelling er á skilunum.
Norðan við þessa steina er niðurgröfturinn hinsvegar ógreinilegri og
skilin milli leirlaganna sömuleiðis. Vatn seytlar þar upp úr leirnum og
hola í nyrsta hluta skurðarins íýlltist strax af vatni sem stóð í sömu hæð
og yfirborð laugarinnar. I nyrðri hluta skurðarins koinu í ljós steinar
undir grasrótinni, bak við eða innan við laugarbarminn. Syðst eru smá-
hnullungarnir sem áður var minnst á en norðan við þá eru stórir steinar
sem eru af svipaðri stærð og grjótið í laugarbarminum. Leirlögin tvö eru
hrærð saman á þessu svæði og eru yfir steinunum og á milli þeirra.
Ekki var grafið ofan í jökulleirinn enda sýndi þessi litli skurður allvel
hvernig laugin hefur verið gerð.
Líklegt er að laugin sé gerð í dæld eða holu sem hefur verið á þessum
stað vegna uppsprettu. Dældin hefur verið stækkuð og grafið ofan í
barma hennar til að koma fyrir grjóti í hliðum laugarinnar. Stórir flatir
steinar hafa verið lagðir í botninn og norðan- og austanmegin hefur ver-
ið sett annað umfar af flötum steinum undir laugarbarminum. Þeir stein-
ar eru þó allir undir 15 sm háir og skaga hvergi nreir út en um 20 sm, og
því hæpið að kalla þá set. Steinarnir i neðsta umfarinu í laugarbarminum
eru allir stórir með sléttar hliðar inn í laugina. Efri umforin eru gerð úr
minni steinum og eru það þau sem hafa verið endurhlaðin margsinnis á
undanförnum áratugum. Ekkert bendir hinsvegar til þess að hreyft hafi
verið við botninum eða neðsta umfarinu í barmhleðslunum. Suðurhlið
og syðri hluti austurhliðar eru heillegastar en annarsstaðar hafa hleðsl-
urnar sigið inn og grjóti verið staflað á þær með lítt vönduðum hætti.
Mest breyting hefur orðið við norðvestur „horn“ laugarinnar. Þar kemur