Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 220
224
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þess að neðsta húsið gæti verið frá 10.-12. öld. í febrúar 1999 voru gerð-
ar frekari athuganir þarna vegna flutnings húss á lóðina og þótti rann-
sóknin staðfesta að elsta byggingin hefði verið um 13 m að lengd.34
Sumarið 1992 var unnið að gatnagerð í Aðalstræti ogTúngötu og rák-
ust menn þá á torfveggjarleifar djúpt í jörðu norðan við brunn þann sem
er í Aðalstræti 9. Svo var að sjá að landnámsgjóskan hafi lagst upp að
þessum vegg og ætti hann því að vera reistur áður en sú gjóska féll. Þetta
mun hafa verið 15-20 m frá þeim stað er elstu veggjarleifarnar sáust á
lóðinni Aðalstræti 14 á árunum milli 1971 og 75.35
Sumurin 1998 og 1999 voru gerðar athuganir á svæðinu vestan Al-
þingishússins, en austan Tjarnargötu.Vitað var að gröftur fyrir þjónustu-
húsi og bílakjallara Alþingis myndi koma nálægt hinu forna bæjarstæði
og kynni að raska mannvistarminjum. Alls voru grafnar 9 könnunarhol-
ur til að kanna þykkt og afstöðu mannvistarlaga og jarðlaga. Vestast á
könnunarsvæðinu var síðan opnað nokkru stærra svæði 1999, um 12x5
m. Undir 1,20-1,50 m uppfyllingu tóku við lög með mannvistarleifúm,
sem innihéldu dýrabein og ýmsa gripi. I neðsta mannvistarlaginu var
sérlega mikið af vel varðveittum dýrabeinum. Þar fyrir neðan var 30-40
cm þykkt lag úr rótarflækjum og jarðvegi, sem virtist myndað í mýri.
Ofarlega í því var svart gjóskulag, greint sem Kötlulag frá því um
1500.36
I nóvember 2000 var gerð forkönnun á lóðunum Túngötu 2-6 og Að-
alstræti 14-18 í þeim tilgangi að fá mynd af jarðlagaskipan og kanna
hvort sjá mætti mannvistarleifar, mannvirki eða sorplög frá byggð. Grafn-
ir voru alls 7 könnunarskurðir. A vestari hluta svæðisins var ekki að sjá
nein ummerki mannvistar. Efst í öllum sniðum var nýlegt malarlag, 0,3-
1,30 m. Þar undir tóku yfirleitt við moldarlög, milli 0,2 og 1,0 m þykk,
sumsstaðar austantil blönduð móösku. Undir moldarlögunum var komið
í gráan malarborinn leir, og var þá komið niður fyrir öll ummerki mann-
vistar. I tveimur skurðum varð vart við leifar mannvirkis, ef til vill tún-
garðs, trúlega allgamals. Engin gjóskulög sáust í sniðunum. Könnunin
studdi vísbendingar frá uppgreftinum 1971-1975 um að mannvistarminj-
ar væru aðallega neðst í brekkunni, næst Aðalstræti.37
Veggur við Grjótagötu
Elstu byggingarleifar sem fundust við rannsóknina 2001 voru nyrst á
lóðinni Aðalstræti 14, næst Grjótagötu. Þar mátti sjá leifar torfveggjar, og
var þetta sami veggstúfur og sést hafði við fyrri rannsókn á þessum stað.