Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Side 224
228
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
grjóti. Dyraopið er 1,19 m á breidd. Stærsta grjóthellan í dyrunum er
1,19 m breið og 1,21 m löng. Þessi grjótlögn heldur áfram inn undir
gangstéttina vestan megin í Aðalstræti. Innan við þessar dyr má sjá fjórar
stoðarholur, sem líklegt er að séu eftir timburverk við innganginn, þil
eða veggi. Gólflagið á milli þessara hola var öðruvísi en gólflögin í kring,
þéttara og ljósara, og gefur þessi munur vísbendingu um að þarna hafi
verið afþiljaður inngangur.
I suðvesturhorni skálans eru aðrar dyr, þrengri. Þar sem þær eru
mjóstar eru þær 0,72 m. Fáeinar hellur liggja í þessum inngangi en hann
er ekki hellulagður á sama hátt og hinn stærri. Gaflveggurinn að sunnan
gengur út fyrir útbrún vesturveggjarins sem svarar u.þ.b. 1,2 m, og
myndar þar skjólvegg við innganginn. Tvær litlar stoðarholur voru í inn-
ganginum og gætu verið leifar af dyraumbúnaði. Innan við þessar dyr var
svæði afmarkað litlum holum eftir stoðir eða stafi, það var allt að 1,52 m
að breidd og 2,96 m að lengd. Líklegt er að á þessum stað hafi verið af-
þiljað fordyri, sem hægt var að loka af frá skálanum til að koma í veg fyr-
ir dragsúg. Hrúga af eldsmerktunr og sprungnum steinum lá upp að vest-
urveggnum að utan, rétt norðan við dyrnar.
A mesturn hluta skálagólfsins var þykkt, dökkt lag með viðarkolum og
brotum úr brenndum beinum. Sýni voru tekin úr ýmsum hlutum lagsins
til margvíslegra vistfræðilegra athugana. Þetta lag er túlkað sem gólf eða
hlutar slíks lags. Þykkust og best varðveitt voru gólflögin á svæðinu um-
hverfis langeldinn. I norðvesturhorni skálans var vel varðveitt gólflag sem
var mýkra viðkomu og brúnna. Það var afmarkað af stoðarholum og
kann að tákna að á þessum stað hafi verið afliólfað herbergi. Greining á
sýnum úr laginu stendur yfir og kunna þau að varpa frekara ljósi á notk-
un þessa hluta byggingarinnar.
Um miðbik vesturhluta skálans vantaði gólflagið alveg. Ekki er talið að
þetta stafi af því að varðveisla sé svo misgóð, heldur eru meiri líkur á að á
þessum stað hafi verið timburgólf, upphækkaður pallur eða afhólfað, þiljað
lierbergi. Annað innra tréverk í skálanum hefur skilið eftir sig holur eftir
stoðir og stafi, holurnar eru nokkuð óreglulegar og misstórar. Ef til vill stafar
það af því að malarlagið undir skálanunr var þurr og stöðug undirstaða og
ekki var þörf á djúpum holum fyrir allar stoðir. Holurnar í gólfið mynda þó
gróflega tvær raðir sem liggja eftir húsinu endilöngu, samhliða langhliðum
og skipta húsinu þannig í þrennt. Einnig er þyrping af stoðarholum rétt
sunnan við langeldinn. Þær mynda ekki skipulegt mynstur en gætu verið
leifar af einliveijum timburútbúnaði við eldstæðið. A nokkru svæði undir
skálanum norðan til var lag af viðarkolum.