Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 225
SKÁLI FRÁVÍKINGAÖLD í REYKJAVÍK
229
Syðri skáli
Við uppgröftinn á árunurn 1971-75 höfðu fundist fremur illa varðveittar
leifar byggingar frá víkingaöld á lóðinni Aðalstræti 18, rétt sunnan við
skála þann sem grafinn var upp 2001. Lítill hluti af sömu byggingu var
kannaður 2001 syðst á uppgraftarsvæðinu. Hann var skaddaður af undir-
stöðum yngri húsa. Sanranburður á leifunum sem fundust 2001 og því
senr grafið var upp á árununr eftir 1970 gefur tilefni til endurtúlkunar á
fyrri niðurstöðum. Með stuðningi af sniðteikningum frá fyrri rannsókn-
inni og athugun á þeinr leifunr senr upp voru grafnar 2001 var sett franr
ný tilgáta unr hvernig syðri byggingin hefði litið út. A sniðteikningununr
var reynt að ráða í hvað af torflögunr senr þar eru sýnd eru líkleg til að
vera torfveggjarleifar og hver þeirra hrunið torf. Með þessu var gerð til-
raun til að afnrarka veggi að nýju. Að sjálfsögðu verður ekki sagt nreð
vissu unr ýnris atriði í gerð hússins, enda var það nrikið skaddað af síðari
franrkvænrdum á lóðinni.
Syðri byggingin virðist hafa verið u.þ.b. 11 nr að lengd að innannráli
og 4,7 nr á breidd og veggirnir allt að 1,1 nr að þykkt. I húsinu nriðju
var eldstæðið allt að 1,8 nr að lengd og 0,70 nr á breidd. Eftir því senr
best verður séð hefur þetta hús verið reist síðar en skálinn. Hluti af
vegg hússins gengur yfir suðurgafl skála og þar sem húsin nrætast var
tekið úr gafli skálans og þar voru leifar af harðtroðnunr lífrænunr
lögunr yfir eldri veggnunr. Þetta bendir til þess að þarna hafi verið dyr
nrilli bygginganna. Ekki hafa varðveist unrnrerki unr annan inngang í
syðra húsið, en það gæti verið vegna þess að veggir þess eru illa varð-
veittir.
Þó að syðra húsið sé reist á eftir hinu nyrðra er talið að þau hafi verið
í notkun á sanra tínra, og því sé rétt að líta á húsið í Aðalstræti 18 sem
viðbót eða viðbyggingu við skálann í Aðalstræti 14-16.
Þunnt lag senr gæti verið gólflag var nyrst í syðra húsinu. Lakari varð-
veisla var í því gólfi en í skálagólfinu, en unr 30 ryðbólgin járnbrot
(sennilega flest naglar) fundust dreifð um svæðið.
Veggir syðri viðbyggingar voru illa varðveittir, og stóðu hvergi hærra
en í 0,08 nr hæð. Þar senr þeir voru varðveittir nrátti telja í þeinr eitt til
þijú lög af torfi (sennilega streng) senr innihélt landnámsgjósku. Ekki sá-
ust neinar steinlrleðslur í veggjum þessunr. Yfir báðunr byggingunum
lágu nrörg lög af foknrold, án sýnilegra ummerkja um nrannvist. Hvorugt
húsið virðist hafa verið endurbyggt, eða gert við það á nokkurn hátt.
Líklegt er að báðar byggingarnar hafi fallið úr notkun ekki síðar en í lok
10. aldar.