Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Side 226
230
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Athyglisvert er að mjög lítil umsvif manna verða greind á lóðunum Að-
alstræti 14-16 um langan tíma eftir að skálabyggingin leggst af. Þykk lög,
líklega aðallega áfok, allt að 0,7 m að þykkt, lágu yfir húsarústunum. Þar
yfir mátti greina ummerki um eina byggingu, e.t.v. lijall, sem þar hafði
staðið einhvern tíma eftir 1500. Ekki voru ummerki annarra bygginga eftir
það, fyrr en hús Innréttinganna voru reist á staðnum, um miðja 18. öld.
Fundnir munir
Allmikið fannst af gripum við uppgröftinn 2001 og þar af voru 543
gripir frá víkingaöld eða frá þeim tíma sem skálinn var í notkun.
Flestir fundirnir frá þessu tímabili eru steinar. Algengastir voru ýmsir
„náttúrusteinar“, ótilhöggnir, óslípaðir steinar af ýmsum tegundum sem
fmnast náttúrulega á Islandi en þó ekki á bæjarstæðinu eða í næsta
nágrenni. Því má ætla að þeir hafi verið færðir á staðinn af mönnum.
Ekki er víst í hvaða tilgangi það hefur verið. Bæði gætu steinarnir hafa
verið leikföng barna og eins er hugsanlegt að þeir hafi verið teknir til
handargagns vegna þess að fólk hafi haft trú á mætti þeirra eða gagnsemi.
Þá fundust nokkrir grágrýtissteinar með götum, sem líklega hafa verið
notaðir sem kljásteinar í vefstað, fjórir snældusnúðar úr steini, og vikurmol-
ar, sumir með merkjum um að þeir hafi verið notaðir til að slípa með.
A.m.k. 308 járngripir fundust, flestir mikið ryðbólgnir og er því ekki
alltaf hægt að sjá hvað þeir hafa verið. Mest er af nöglum, en einnig
fundust tvö brot úr hnífum, annað með leifúm af tréskafti. Þá fundust
einnig þrjár sörvistölur úr gleri. Lítilsháttar fannst af járngjalli.
Þrjár rostungstennur fundust í gólflaginu í skálanum. Þær voru fremur
illa farnar, einkum tvær þeirra, en þó er hægt að sjá að þær hafa verið
teknar úr hausunum af einhverjum sem vel kunni til verka. Allar þrjár
eru vinstri framtennur og eru því úr þremur dýrum.38 Líklega eru þessar
tennur hráefni til smíða og útskurðar. Vitað er um allnokkra fundi rost-
ungstanna í Reykjavík og nágrenni.39 Rostungstönn fannst þegar grafið
var fyrir kjallara Aðalstrætis 12 árið 1891 og önnur 1943 þegar grafið var
fyrir kjallara í Suðurgötu 3,40 báðar munu nú glataðar.
Niðurstöður
Elstu ummerki um mannvist á lóðunum Aðalstræti 14-16 eru frá því
fyrir 871 +/- 2 e.Kr. Þetta eru einhverjar elstu nrannvistarminjar sem
þekktar eru hérlendis, torfveggur og viðarkolalag. Landnámslagið svo-