Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Qupperneq 227
SKÁLI FRÁVÍKINGAÖLD í REYKJAVÍK
231
nefnda liggur að veggnum beggja vegna og má því álykta að hann sé
ekki veggur úr húsi, heldur t.d. túngarður eða veggur umhverfis gerði,
kví eða rétt. Leifar þessar eru illa varðveittar en þær benda til mannvistar
á staðnum mjög snemma. Veggur á þessum stað gæti bent til að frekari
byggð hafi verið norðaustan við Aðalstræti 14.
Víkingaaldarskálinn í Aðalstræti 14-16 var reistur nokkru eftir að
landnámslagið féll, en það er nú tímasett til 871 +/- 2 e.Kr. Sjá má
lagið bæði óhreyft undir skálanum og eins í torfinu sem hann er
byggður úr, en þunnt lag af fokmold hafði safnast ofan á gjóskuna áður
en skálinn var byggður og hafa því einhver ár eða áratugir liðið frá
gosi að skálabyggingu. Fyrstu niðursstöður kolefnisgreininga eru ný-
komnar og benda þær til að skálinn sé reistur á fýrsta þórðungi 10. aldar,
og hafi verið yfirgefmn nokkru fyrir 1000. Hann getur því ekki verið
fyrsta byggingin á hinu forna bæjarstæði Keykjavíkur. Lögun og gerð
hússins, bogadregnir langveggir með grjóti, tvennar dyr, hvorar á sín-
um langvegg, sporöskjulagað eldstæði í miðju og ummerki um stólpar-
aðir í innri burðargrind, er allt í góðu samræmi við þekktar byggingar
frá þessu tímabili. Skálinn er ekki mjög stór, 16,7 x 5,8 m að innan-
máli, og er það ekki fjarri meðallagi í húsum sem þekkt eru frá þessu
tímabili og af þessari gerð. Eldstæðið er hinsvegar óvenjustórt, 4,37 m
langt og 1,07 m breitt.
Oheilar leifar annarrar byggingar frá víkingaöld fundust við suðurenda
skálans. Þessi viðbót var byggð á eftir skálanum og virðist hafa verið í
notkun á sama tíma og hann. Svo er að sjá að nýjar dyr hafi verið gerðar
á suðurgafl stærri skálans til að tengja þessi tvö hús saman. Syðra húsið er
minna, u.þ.b. 11 x 4,7 m að innanmáli, og er líka talið íveruhús. Að þess-
ari viðbót undanskilinni sáust engin merki um viðgerðir eða breytingar á
byggingunum.
Vitað er um aðrar víkingaaldarbyggingar á þessum slóðunr í miðbæ
Reykjavíkur. Þó ekki séu öll kurl komin til grafar er greinilegt að þær
byggingar sem við vitum um á bæjarstæði Reykjavíkur á víkingaöld hafa
staðið í röð frá norðri til suðurs, frekar en í þyrpingu. Líklegt er að lands-
lag ráði miklu um þetta og byggingarnar hafi verið reistar undir brekk-
unni, en fleira getur hafa komið til. Fyrstu kynslóðir Reykvíkinga hafa til
dæmis haft þeim mun frjálsari hendur um val á byggingarstað að engin
eldri byggð var fyrir sem taka þurfti tillit til, ólíkt því sem gerðist í
öðrum löndum norrænna manna.