Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 231
COLLEEN BATEY
RITDÓMUR
KUML OG HAUGFÉ, 2. ÚTGÁFA
Arið 1956 kom út grundvallarrit Kristjáns Eldjárn um kuml og haugfé á Islandi.
Lar var dregin saman öll fáanleg vitneskja um kuml, bæði örugg og vafasöm,
lausafundi og 46 fundi mannabeina án haugfjár. Þetta var fyrsta og eina verkið af
þessu tagi í íslenskri fornleifafræði. Fjallað var um 123 fundarstaði kumla (auk
46 nrannabeinafunda sem gætu verið frá víkingaöld) og myndaði þetta yfirlit
grundvöll undir þekkingu á fornleifum víkingaaldar á Islandi sem enn er að
miklu leyti í gildi. I annarri útgáfu verksins, sem Adolf Friðriksson hefur séð um,
er aukið við 34 kumlstöðum, og verða staðirnir þar með 157 þar sem gripir hafa
fundist. Verkið nær fram til ársins 1999. Bókarhlutarnir tveir, fyrir og eftir 1955
eru felldir saman svo ekki sér fyrir samskeytum og verður fjallað um þá hér sem
eina heild. Bætt hefur verið við enskum útdrætti sem gerir þetta heimildaefni
aðgengilegt mun fleirum en áður. Þetta auðveldar allan samanburð íslenskra
kunrla og kumla frá sama tima í öðrum löndurn við Norður-Atlantshaf. I stuttu
máli sagt verður nú mun auðveldara að taka með vitneskjuna um íslensk kurnl
þegar fjallað er um grafsiði og haugfé víkingaaldar í víðara samhengi.
I kumlatali er farið eftir sýslum og kumlin yfirleitt skráð undir nafni þeirra
jarða þar sem þau fundust. Heiðnar grafir eða kuml voru skilgreind eftir því
hvort haugfé var í gröfunum. I bókinni eru grafir án haugfjár taldar með en
með minna letri, enda er ekki víst að þær séu frá því fyrir kristni. Þegar slíkir
beinafundir eru teknir með ef þeir eru í nágrenni við örugg kuml (eins og
Kápa, gröf 3, 46-9) gefur það vísbendingu um að kumlatéigurinn hafi verið
stærri en ætla hefði mátt út frá gripum einvörðungu. Hildur Gestsdóttir liefur
rannsakað að nýju varðveitt bein úr kumlum, og beitt þeinr aðferðum sem nú
tíðkast við að ákvarða lífaldur og bætist það við upphaflegar greiningar dr.Jóns
StefFensen; í faeinum tilvikum komast sérfræðingarnir tveir að mismunandi nið-
urstöðu unr aldur. Hægt var að ákvarða aldur 119 manns með “nokkurri vissu”,
þar af eru 83 eldri en 36 ára. Mun fleiri kuml karla hafa fundist en kvenna. Af
108 gröfum þar sem hægt var að kyngreina bein voru u.þ.b. 73 örugglega eða
líklega karlar en 35 örugglega eða líklega konur.
Gagnlegast til samanburðar við fundi í öðrum löndum norrænna manna eru
hinar fjölbreyttu gerðir grafa. Dæmi eru um kurnl þar sem fjalir og torf hafa