Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 236
83. mynd. Skrifborðssett eftir Stefán Eiríksson. Úrflngerðum viði úr lauftré, lakkað. Lengd
43 cm. Stefán átti sér sjóð séríslenskra forina að ausa úrjafnframt þeim samevrópsku. Hér er
bakstykkið með tvö heilskorin skrímsl í ætt við dreka miðalda. Neðar er áletrun með
hófðaletri, og á láréttu plötunni eru tveir litlir „mataraskar“ (sem hylja blekbyttur) begj’ja
vegna við litla skjólu úr stöfum. (Þjms, Listiðnaðarsafn 11. Ljósmynd: Þjóðminjasafn, Ivar
Brynjólfsson)
LEIÐRÉTTING
I grein Ellenar Marie Mageray um tréskurð sem birtist í Arbók 1999
urðu þau mistök að ekki var birt mynd af útskurðarverki eftir Stefán
Eiríksson, sem átti að verða síðasta myndin í þeirri grein, eða 83. mynd.
En ekki hafði tekist að útvega myndina þegar bókin fór í prentun. Til að
freista þess að bæta úr þessu er myndin birt hér nú, með skýringartexta
Ellenar Marie. Fjallað er um Stefán Eiríksson í grein hennar í Arbók
1999 á blaðsíðu 96. A þeirri síðu og á blaðsíðu 110 í enskum útdrætti er
vísað til þessarar myndar.
I sömu grein hafa orðið nokkrar villur, sem leiðréttast sem hér segir:
A bls. 30, sjöttu línu að ofan vantar blaðsíðutal í sviga, en á að vera bls. 6 .
A bls. 47, þrettándu línu að ofan vantar blaðsíðutöl í sviga, en þar á að
standa bls. 21-22 .
A bls. 70, í kaflanum um Þórarinn Einarsson, þriðju línu, vantar
blaðsíðutöl í sviga,þar á að standa bls. 60-61.
A bls. 52, þriðju línu að neðan á að standa nokkurra í stað margra,
„nöfn nokkurra tréskera eru þekkt“.