Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Side 2
2
ar“ og Bjarnar járnsíðu, sonar hans. — Miklar líkur
sýnast vera til þess, að ,.Lft.“ hafi við góð rök að
styðjast, því að ættartölur og konungaraðir geymd-
ust lengi í minni hinna fornu fræðimanna, án þess
að rangfærast til muna, og hafa konungatölin á
Norðrlöndum alstaðar verið færð í letur á undan
sögunum. f*annig höfðu Danir ýmsar ritaðar kon-
ungaraðir, áður en Saxi reit bók sina (sjá Lange-
beks Scr. r. Dan. I.), og sömuleiðis má sjá að
Norðmenn hafa átt ritað konungatal, áður en þ>jóð-
rekr munkr reit ágrip sitt af sögu Noregskonunga
(sjá Scr. r. Dan. V. 330). Svíar hafa líka allmarg-
ar fornar konungaraðir, sem sjá má af Scr. r. Sv. I.,
en þær sem eru al-innlendar að uppruna, byrja allar
á Ólafi skautkonungi, hinum fyrsta kristna konungi
Svía, því að frá heiðni hafa Svíar engar frásögur
að marki1, svo sem áður er á vikið. þ>essar kon-
1) það er reyDdar til eitt sænskt konungatal (Ser. r.
Sv. 2—4), sem nær miklu lengra fram en hin og byrjar
á Yngva (Ingo), ættföður Ynglinga, en það Ynglingatal,
er þar stendr, er beinlínis tekið eptir »Historia Nor-
vegiæ* (sbr. Tímar. V. 171—172 bls.), sem hefir stutt á-
grip af Ynglingasögu, byggt á ritum Ara fróða (að ætlun
Bugges). Eptir að þetta langfeðgatal Ynglinga 1 Sví-
þjóð var á enda, (með Ólafi trételgju), hefir höf. auð-
sjáanlega farið eptir einhverjum óljósum munnmælum,
þar sem hann telr upp þessa fjóra konunga milli Ólafs
trételgju og Ólafs skautkonungs : Inga (sem hann lætr
eiga dóttur Bagnars loðbrókar), Eirík veðrhatt (son
þeirra), Eir'ik sigrsœla og Eirík ársceta (sem kallaðr er
faðir Ólafs skautkonungs og móðurfaðir Steinkels!). það
virðist svo, sem hér hafi vakað fyrir höf. nafn hins fyrsta
konungs í Svíþjóð, sem átti að hafa heitið Yngvi (Ingi),
og svo einhverjar ógreinilegar sögurum þrjá nafn kunna
konunga með Eiríks nafni (fyrir kristni), nl. Eirík sigr-
aæla, Eirík veðrhatt = Eirik Eymundarson? (sem þurfti
svo opt á byr að halda á leiðangrferðum sínum), og Ei-
rík ársæla = Eirík Befilsson ? Að þetta sé af innlendrí
rót runnið, styrkist heldr af því, að Steinkell, er hóf