Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Page 6
6
með engu móti staðizt, að láta marga liði1 vera
milli Haralds hárfagra og Loðbrókarsona þeirra,
er herjuðu á Englandi um 870. þ>að er ekki heldr
sérlega liklegt, að Oddaverjum um aldamótin 1200
hefði þótt mjög áríðandi, að tengja ætt Haralds
hárfagra við Loðbrókarsonu, þar sem þeir gátu
rakið ætt sína í beinan karllegg til Haralds hildi-
tannar, og mátti þeim nægja sá sómi, að því er forn-
öldina snerti, þá er þeir voru viðrkendir frændr
Noregskonunga og alment taldir göfgustu menn á
landinu. Otrúlegt er, að það hafi fyrst komið upp
á 12. eða 13. öld, að einn af sonum Haralds hár-
fagra hafi heitið Ragnarr (rykkill), en nafn þetta
styrkir óneitanlega þá sögu, að Haraldr hafi verið
kominn frá Ragnari2, þvi að nafnið er mjög fátítt
1) Að vísu eru færri liðir milli Sigurðar orms í auga
og Haralds hárfagra í nNoregskonungatali frá 1220« og
Kagnars sögu loðbrókar (skinnbókinni, að því er Storm
segir), en það er ekki mikið að marka, því að þess eru
mörg dæmi, að ættliðir hafa af vangá eða misminni fallið
úr ættartölum [sbr. Laxd. 3. kap. (Asgeirr á Eyri), Fms.
I. 246 (Ólafr) og Nj. k. 9ð (Helgi)] og er hætt við, að
hér hafi verið hlaupið frá einum Sigurði til annars (0:
frá Sigurði orm í auga til Sigurðar hjartar). En þótt
menn vildu fallast á, að hin upphaflega ættartala standi
í þessu Noregskonungatali og Kagnarssögu, þá væri
samt eptir að sýna fram á, hvernig höfundi hennar
hefði átt að koma til hugar, að gjöra Harald hárfagra
alveg ástæðulaust að dóttursyni nokkurs (hvað þá heldr
hins yngsta) af Loðbrókar sonum, sem fóru hina frægu
herferð til Englands, um sama leyti og Haraldr gekk til
ríkis í Noregi.
2) þótt annað handrit Fagrskinnu kalli móður Har-
alds »Helgu Dagsdóttur, þá er sú sögn ekki sennilegri
en hin, sem almennust er, að móðir hans hafi verið Ragn-
hildr dóttir Sigurðar hjartar, og er engin ástæða til að
halda, að slíkt sé tilbúningr þeirra, er lofa vildu Har-
ald eða ættmenn hans, því að svipaðar missagnir finn-
ast víða, svosemþá er Ln. 4. 3. og Nj. 134 (135) k. kalla