Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Page 22
22
Har. hárf. 19. k., 61. bls.), er að vísu all-sennileg
og kemr vel heim við tímatalið, þvíað Höfða-þ>órðr
mun vera með hinum seinustu landnámsmönnum,
og ekki fæddr löngu fyrir goo, en þá er það ekki
heldr ósennilegt. að Hróaldr hryggr hafi flúið vestr
um haf eptir Hafrsfjarðarorustu (eða jafnvel átt
þar heima áðr, sbr. Safn t. s. ísl. I. 198), fengið þar
dóttur Bjarnar járnsíðu Loðbrókarsonar (bróður Ing-
vars) og átt við henni Björn byrðusmjör, föður Höfða-
f>órðar (sbr. Ln. 3. io1). f>etta getr vel staðizt tím-
ans vegna, og styrkist af því, að Höfða-þ>órðr var
í mægðum við írakonunga, og hefir því líklega
komið til íslands vestan um haf. Ættartala Auðunar
skökuls kemr og vel heim við þetta, þvíað hafi 01-
öf, amma hans, verið systir Ingvars og Bjarnar járn-
síðu (hins yngra), einsog áðr er bent á, þá gat
Björn sonr hennar verið fæddr um 855, og Auðun
sonr hans um 880, og kemr það í engan bága við
tímatalið. J>að er ekki heldr á nokkurn hátt ó-
sennilegt, að niðjar eða frændr Loðbrókarsona þeirra,
er herjuðu á England 855—78, hafi getað komið til
íslands, þar sem slíkr fjöldi landnámsmanna var
1) Sturlubók Ln. telr Höfða-þórð 3. mann frá Birni
járnsíðu, en Hauksbók og Njála bæta við einum lið, en
kemr ekki saman um nafn hans, og virðist honum vera
ranglega skotið inn í (úr kvennleggnum ?). Ef það þykir
of djarfleg getgáta, að munnmælin (sagnamennirnir) hafi
gjört mág (tengdason) Bjarnar Járnsíðu að syni hans,
þá má taka það til samanburðar, að Erlendr frá Kol-
bein8Stöðum er í Bisk. II. 419 kallaðr þorvarðsson, í
stað þess að hann var mágr (tengdasonr) þorvarðs Lopts-
sonar. í Eg. 39. k. er þóroddr Hrísa-blundr kallaðr sonr
Geirs hins auðga, en Ln. 1. 20 telr hann eigi með son-
um Geirs, heldr er hann þar talinn niðji Bergdísar Geirs-
dóttur. Flest handrit Njálu kalla þorgeir gollni, föður
Njáls, »þórólfsson«, í stað þess að hann var raunar
systursonr og fóstrsonr þórólfs (Ln. ð. 2).