Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Page 39
39
„Ragnari loðbrók-* hafi upptök sín frá tveimr ósam~
tíða mönnum1.
1) Að vísu er #Ragnarr !oðbrók« allajafna kallaðr
Da?iakonungr, enda voru Loðbrókarsynir danskir víking-
ar, en af »Sögubroti« er svo að sjá, sem Sigurðr hringr
hafi haft aðalaðsetr sitt í Vestra-Gautlandi, og mætti
því ætla, að Ragnarr, sonr hans, hefði líka setið þar,
enda vísar það líka í sömu átt, sem gefið er í skyn í
upphafi »þ. af Ragn.-s«. (Fas. I. 345,VA. I. m. 59), að
Herröðr jarl hafi verið í Vesta-Gautlandi honum til að-
stoðar í ráðagjörð og landstjórn, og einkanlega það sem
seinna kemr í sama þætti (2. kap.), að synir Ragnars
hinir yngri hafa lagt undir sig mikinn hluta Danaveld-
is, og ívarr sezt með bræðrum sínum að Hleiðru á
Selundi, móti vilja Ragnars, sem hefir þá hlotið að sitja
annarstaðar, enda lætr hann seinna búa út herskip í
Líðum á Vestfold. f>að er líka í sjálfu sér líklegast, að
þeim konungi, er ráðið hefði bæði fyrir Svíaveldi og
Dana og nokkrum hluta Noregs, hefði þótt hentast að
sitja í Vestra-Gautlandi, þvíað það lá miðja vega milli
landanna, þar mættust þjóðirnar við Gautelfarminni,
og þar komu seinna saman konungar hinna þriggja ríkja
á Norðrlöndum (Laxd. 12. k. Fms. X. 334. 339, Hkr.
653. bls.). Nú er það merkilegt,( að hið eina danska
konungatal, sem nefnir Ragnar Alfsbana meðal Dana-
konunga, hefir í upphafi fylgt Skáneyjarlögum og er talið
skánskt að uppruna (Langebek : Scr. r. Dan. 1. 27, P.
G. Thorsen om Runernes Brug etc. 45. bls.) og er hann
þar kallaðr »vaidghe« ( = vældige?). Af þessu kynni að mega
ráða það tvent: 1. að minning hans hafi haldizt betr við
á Skáni en í öðrum hlutum Danaveldis, sem eðlilegt var,
hefði hann ráðið sérstaklega fyrir (Vestr-)Gautum (ásamt
Víkverjum og Skánungum) og haft aðsetr í Gautlandi.
2. að hann hafi haft mikið ríki til forráða (eða jafnvel
verið yfirkonungr á Norðrlöndum), þar sem hann er kall-
aðr »voldugr«. — En það sýnist víst, að hann hafi ekki
setið að Uppsölum, þvíað fiysteinn beli Svíakonungr var
samtíða honum, ogBjörn járnsíða er talinn fyrstr Uppsala-
konungr þeirra langfeðga (sbr. Herv. XVI. k. (Fas. VA.
I. iv. 53) Fms. I. 115, f>. af Ragn-s,. III. k., Fas. VÁ.
I. iii. 67), við Hkr. 277. bls.). — í skánska konunga-
talinu, sem nú var getið, er nefndr »Björn Jarnsithe«, þar
sem önnur dönsk konungatöl nefna að eins Björn (nokkr-