Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Side 57
57
norrænnar ættar1, með því að vér vitum, að föður-
ætt hans var sænsk, en þetta er samt alveg- óvíst.
Garðarr Svafarsson, er fann ísland (að sögn
Sturlu fyrstr Norðmanna), var sænskr að ætt og"
fæddr i Svíaríki, en hann virðist hafa átt heima í
Danmörku2, þvíað Sturla segir, að hann hafi átt
jarðir „á Sjólandi“ (Ln. i. i), og Uni sonr hans,' er
nam land i Austfjörðum (Ln. 4. 4), er kallaðr „hinn
danski“. f>ó hefir Uni verið kunnugr Haraldi kon-
ungi hinum hárfagra, er hann fór með ráði hans til
íslands til þess að fá landsmenn til að ganga á hönd
konungi, og bendir þetta ásamt öðru til þess, að
þeir feðgar hafi mjög farið milli landa, sem kaup-
menn eða víkingar eða hvorttveggja, eins og marg-
iráþeim tímum. Sonr (sonarsonr ?) Una var Hróarr
Tungugoði, mikill höfðingi, er átti Arngunni, systur
Gunnars að Hlíðarenda (Ln, 4., 4. 11).
þórir snepill, er nam Fnjóskadal, hefir líklega
verið sænskr að móðurætt3, þvíað svo er sagt, að
Ketill brimill, faðir hans (víkingr mikill, er fór til
1) Verið getr, að Halla hafi verið frændkona Héð-
ins í Sóknadal, fóstra Signýjar, er Öpdóttr kráka átti.
A það benda helzt nöfnin Héðinn, Ornólfr og undóttr
(er sýnast sameiginleg fyrir ættirnar, sbr. Ln 3. 9; 2. 19.
21 og 3. 15), og svo var fólk þetta biisett sunnantil og
austantil í Noregi og veuzlað mótstöðumönnum Haralds
konungs (Ln. 3. 12, Grett. 7. k.)
2) Náttfari, er kom út með Garðari, og varð hér
eptir, hefir líklega verið annaðhvort sænskr eða danskr,
enda er nafnið mjög fátítt. (í sögu Herröðar og Bósa
(Fas. VÁ. IH. 243) eru nefndir Dagfari og Náttfari,
synir Sæfara jarls á Smálöndum og hirðmenn Haralds
konungs hilditannar).
3) |>að er eigi ólíklegt, að þórir hafi komið hingað
úr víkingu, og verið kunnugr í Danmörku, með því að
bústaðir hans og þorkels sonar hans voru nefndir eptir
tveim frægum stöðum í Danaveldi (Lundr og Hleiðrar-
garðr).