Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Page 72
72
Hér hefir nú verið leitazt við að sýna fram á, að
ættartölurnar geri vel verið réttar í öllum aðalat-
riðum, og að Hkindi séu til þess, að Ragnarr og
synir hans hafi verið uppi á seinni hluta 8. aldar,
að ríki þeirra hafi náð yfir mikinn hluta Norðrlanda,
að minsta kosti að nafninu til, en aðalstöðvar þess
verið í Vestra-Gautlandi og Víkinni, og að hin
mikla hre}rfing hjá Norðrlandaþjóðum, er kom fram
í víkingaferðunum vestr og suðr um haf, muni hafa
átt helztu upptök sín að rekja til þeirra, og því hafi
þeir síðar orðið aðalhetjur víkinga-aldarinnar í munn-
mæiunum. Sumt af þessu vil eg samt ekki telja
nema sennilegar getgátur, en hinu vil eg halda
fast fram, að ættartölurnar frá Ynglingum og Ragn-
ari séu hvorki tilbúnar at norrænum hirðskáldum
(einsog Munch og Jessen hafa haldið) né af íslenzk-
um ættfræðingum (einsog Storm heldr um allar ætt-
artölur frá Ragnari), heldr séu þær runnar frá forn-
um arfsögnum, sem gengið hafi i Víkinni og víðar
áðr en ísland bygðist, en flutzt síðan þangað með
landnámsmönnum, sem komnir voru frá þessum
ættum eða við þær riðnir á einhvern hátt (svosem
Breiðfirðingum, niðjum Rögnvalds Mærajarls, Braga
skálds hins gamla o. s. frv.). Sögurnar um Ragn-
ar og ætt hans eru þannig að minni ætlun ekki
komnar frá Dönum til Noregs og þaðan til íslands,
eins og dr. Jessen hyggr, heldr jafn upphaflegar l
Noregi, Gautlandi og Danmörktt, og fluttar með
landnámsmönnum frá Noregi og Gautlandi til ís-
lands. J>annig er það i engan stað óeðlilegt, þótt
fornir islenzkir sagnamenn hafi vitað ýmislegt fleira
um fornsögu Norðrlanda en Danir, þvíað íslending-
ar hafa eflaust haldið betr við arfsögnunum hver í
sinni ætt, þótt auðvitað sé, að þær hafa stundum
nokkuð aflagazt og blandazt hjá þeim, einsog hjá