Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Page 77
77
sé á báðum stöðum talinn móðurfaðir þeirra. Eptir
sögum vorum var Ragnarr sonr Sigurðar hrings,
víkverskr að móðurætt, og þótt Saxi geti þess ekki,
þá er Ragnarr samt hjá honum talsvert riðinn við
Noreg i æsku. Hvernig sem öllu er á botninn hvolft,
mun það ekki verða sannað, að hin íslenzka sögusögn
um ætt þessa sé ómerkari en hin danska, þótt eigi verði
hún heldr talin áreiðanleg saga, eða fullgild í sögu-
legum skilningi. Svo mikið virðist þó mega ráða
af íslenzku arfsögninni, ásamt ýmsum öðrum atvik-
um, að konungar, sem áttu mest kyn sitt í löndun-
um fyrir norðan og austan Jótlandshaf, og sátu
helzt á Gautlandi (hinu vestra) og í Víkinni, hafi um
tíma orðið mjög voldugir, haft yfirráð yfir Dönum
og verið taldir yfirkonungar á Norðrlöndum. Síðan
virðist ríki þeirra hafa skipzt í Svíaveldi og Dana-
veldi, Svíakonungar reynt að halda nafninu yfirkon-
ungar, en Danakonungar yfirráðum yfir Víkinni, og
þannig verið ástatt á Norðrlöndum við upphaf sögu-
tímans, eða snemma á 9. öld, þegar víkingaferðir
vestr um haf voru nýbyrjaðar, en meginupptök þeirra
virðist mega rekja til stöðva „Ragnarsættarinnar“
umhverfis Víkina.
f>annig erum vér þá komnir að þeirri niðrstöðu
að flest vísi til þess að Víkin, miðbik Norðrlanda,
hafi í fyrnd'nni verið átthagar voldugra höfðingja
og víðfrægra afreksmanna, og að það hafi einkan-
lega verið Vikverjar og Vestr-Gautar (við Jótlands-
haf=„Sægautar“ i Beowulfskvæði), er komið hafi
vikingaferðunum í fast horf og átt mestan þátt í þeim
lengi framan af1, svoað hér rekr þá á endanum að
1) Erá Víkinni var ætt Haralds hárfagra, þaðan (eða
af Upplöndum) voru þeir þorgisl, Ólafr og Ivarr, er komu
fótum undir veldi Norðmanna á Irlandi, og þaðan mun
líka hafa verið Eögnvaldr Hálfdanarson og synir hans,