Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Page 97
97
þá kallað að reka upp hurff, hrinda upp hurð og
Ijúka upp hurð (sbr. ,yppa hurðum'), og var þá
sagt að hurð lyptist eða gengi upp. ,Að loka‘ var
kallað að reka aptr hurð, reka húrð á klofa, Ijúka
hurð á klofa, og var þá sagt, að hurð félli eða
gengi aptr. £>á er lokað var, var kallað, að hurð
væri hnigin á klofa eða hurð væri í gcettum. Væri
hurð lokað til hálfs, var kallað, að hún væri hnigin
á miðjan klofa.
Síðar varð það tízka, að hurðinni, eða hleran-
um (hleðanum), var rennt til hliðar — og kynni þá
mega kalla hana ,rennihurð‘, til greiningar frá felli-
hurð —, og rann hún þá í greyping í dyratré og
þröskuldi eða, ef gætti voru á felld, í bilinu á milli
dyratrés og þröskuldar að utan, en efra og neðra
gættitrés að innan. Var þá enn umbúningrinn, er
hurðin rann í, þá er lokað var, kallaðr klofi, en
umbúningrinn hins vegar, er hurðin rann í, er opnað
var (eða rann úr, er lokað var) hét gátt eða gættrx.
Sömu orðtæki héldust þó að mestu um að opna og
loka, svo sem að hurð gengi upp, er opnað var, þó
að eigi væri henni þokað upp, heldr til hliðar. Var
þá kallað, að hurð væri á klofa, er hún var lokuð,
en að hún væri á gátt eða á gcetti2 (af ,gættr‘), er
hún var opin. J?á stóð hurð eins, er hún var opnuð
á miðja gátl eða lokuð á miðjan klofa ( = hálfopin),
Enn var sagt um rennihurð, að hún væri hnigin á
klofa (=- lokuð), og dr. V. Gf. hyggr, að einnig hafi
1. Höf. hefir nefnifalls-myndma ,gættil 2 (kvk), sem naumast
er rétt. — Gáttir (flt., eða gœttar?) merkir vanalega dyr.
2. Einnig var kallað, að hurð vseri á skíöi, er hún var opin;
en eigi fullljóst, hvað kallað hefir verið skíö eða dyrskíö. Vera
má, að það merki tré, er hurð nam við, þá er hún var rekin á gátt,
svo að hún gengi eigi úr gættum.
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags XJ. 7