Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Qupperneq 109
109
öruggur til allra mála. Dr. Grímur Thomsen hefir lýst
honum vel í ísafold VI, 1879, bls. 115—116. Sem
dæmi uppá skaplyndi Bjarna er sú sögn sögð um hann,
að karlmannlega yrði hann við því, er hann frétti lát
Páls sonar síus. Bjarni átti Hólmfríði, dóttur Páls lög-
manns Vídalíns, og hét Páll sonur þeirra eptir honum ;
var hann hinn efnilegasti maður til fróðleiks ; hann dó
í Leipzig á jpjóðverjalandi. Var Bjarni þá staddur á
alþingi, þegar honum kom dauðafregnin, og var þá albú-
inn að ganga til dóma að fylgja málum sínum; sáu
menn honum lítt bregða og ekki fanst á honum um
daginn, nema að hann þótti nokkuð fastmæltari en
vandi hans var, og að allir hnappar höfðu sprottið af
frakka hans. Bjarni er prókúratorinn, sem Skúli nefnir
hér. Vísuorðin:
Dimt menn sögðu Dals við á,
drýgir hún Grýla fleira,
minna menn á vísur nokkrar eptir Pál Vídalín, og er
eins og Skúli sé að brigzla Bjarna um teingdir hans við
Pál og minna á slægð hans, því að Páll var kallaðnr
nokkuð blendinn um sína daga og var þó meira gert
orð á því, en raun var á, og virðist Bjarni Halldórsson
hafa verið fullt svo blendinn. En vísur Páls, sem hér
virðist vera átt við, eru Draugavxsur hans :
1. Um haga draugar sveipa sér
svo sem eldibrandar;
þykir gaman að þessu mér :
það eru danskir fjandar.
2. Hvað viltu nú hingað inn ?
Hvað ber þér til rauna ?
|>ú ef kemur í þriðja sinn,
þér skal eg fullu launa.
3. Dimt mér þótti Dals við á,
dró að gaman af hálfu,
að mér sóttu þrjótar þá
þrír af Satans álfu.