Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 17
137
Milli okkar er skilrúm, sem hugurinn getur að vísu yfirstigið,
en sem líkaminn drepur við fæti sínum.
Vordísin heíir unnið mörg kraftaverk,'lagt miskunnsamar hjúkr-
unarhendur yfir fjölmörg sár. En hún hefir engin hlunnindi
veitt mér. — Hún hefir gengið fram hjá mér, á snið við mig, og
ekki litið við mér, ekki einu sinni um öxl.
* *
*
Vina mín!
Ég kalla þig svo; því þótt ég sé ef til vill ekki vinur þinn,
þá ertu samt vina mín og miklu meira en það.
En ég vel þér nú ekki það nafn, sem ég nefni þig í einrúmi,
eða úti í haganum, þegar ég tala við sjálfan mig stundarhátt; því
engan varðar um það nema mig.
En ef haginn hefði mál og golan . . . .?
— Þá væri margt talað í sveitinni.
Hvort sem ég er einn eða í fjölmenni — stari hljóður fram
ú veginn, eða geri mér upp hlátur og hámælgi, þá er mér ávalt
hið sama í hug, eitt og hið sama:
pú.
Ég hefði getað herjað á ríki þitt og brolið það undir mig.
þá hefði ég orðið konungur.
En þá hefðir þú ekki orðið drotning.
Nei, ekki drotning, heldur nokkuð annað, sem þér var ekki
samboðið.
Þess vegna lét ég það ógert og mundi hafa látið, þótt líf mitt
hefði legið við.
Ég vildi hafa þar friðland.
Og þegar hugur minn fer þangað, dregur hann skóna af fót-
um sér, áður en hann stígur á landið; því að sá staður er honum
heilagur.
Hann hefir nú verið skólaus langa hríð.
*
Ég minnist samveru okkar, og gleymi henni aldrei, aldrei.
Ég man þegar ég starði á þig og virti fyrir mér æskublóma
þinn og yndisþokka.
Ég man það -— og man ekki.
— Mér fanst vorið vera komið með hlýindi og sól.
Þó var ég hræddur um, að áfelli væri eftir.