Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 25

Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 25
145 hins göfga herra míns eigi hægt með að bæta mér upp fyrirlitn- ingu nágranna minna. Þér megið því ekki ætla, að ég heimti nokkuð handa sjálfri mér. Þess eins krefst ég, að sonur þess manns, er vatði mig örmum, verði viðurkendur sem réttur og sannur arfþegi hans.« Þegar hún hafði lokið ræðu sinni, varð mjög ókyrt í salnum, og sumir gerðu upphátt góðan róm að máli hennar. En elzti dómarinn reis upp úr sæti sínu og krafðist með hárri raust þagnar. Síðan setti hann á sig gleraugun og fór að blaða í stórri bók i arkarbroti, sem lá á borðinu fyrir framan hann. Þegar hann hafði fundið staðinn, hóf hann þegar upp dómsorð sitt á þessa leið: »Ogæfusama, hrasaða kona! þvi svo verða menn að kalla þig, þar sem þú hefur glatað sóma þínum og hefur ratað í raunir og óvirðing manna. Illu heilli lézt þú hinn framliðna aðalsmann fífla þig og gerðist frilla hans; og eins og þú af frjálsum vilja þoldir skömmina, eins verður þú nú með nauðung að þola skað- ann. Svo segja lögin, sem sett eru til þess að vernda hið heilaga hjónaband, að barn þitt sé óskírgetið og geti enga kröfu gert til nafns og eigna hins látna. Gakk á brott héðan og hyl smán þína!« »Herra dómari!« sagði stúlkan, og allir í salnum hlustuðu með slíkri fikn á orð hennar, að menn þorðu varla að draga andann. »Sannlega er barn þetta, er ég ber hér á handlegg mér, skírgetið, ef annars nokkurt barn getur kallast svo. Skír var sú ást, sem dró minn göfga herra og mig hvort að öðru og skírlega vafði hann mig örmum. Hafi ekki hann og ég verið sönn hjón, hver skyldu þá hafa verið það? Lítið á þennan svein, sem er ávöxtur ástar okkar, og segið mér svo, hvort þér finnið blett eða lýti á honum. Haldið þér, að hann hefði orðið fallegri, þó prest- urinn hefði blessað sáttmála okkar?« Á meðan hún var að tala, tók hún reifana af sveininum og hóf hann hátt i stuttu skyrtunni sinni, svo allir gætu séð hann. »Svo skipa lögin, og eftir lögunum hef ég dæmt,« sagði dóm- arinn byrstur. »Stendur það skrifað í bókinni þarna?« spurði stúlkan og benti á arkarskrudduna, sem lá opin á borðinu. »Sannlega stendur það þar,« svaraði dómarinn. »1 þessa bók er ritað, það sem vitrir löggjafar í þúshundrað ára hafa dæmt gott og gilt.« 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.