Eimreiðin - 01.07.1899, Side 27
147
Er börnin vóru í ómegð, hún bjó við marga þraut,
— hjá börnunum í ellinni þess hún aftur naut —.
Hún kendi þeim að lesa og kemba, prjóna og spinna;
— hún kendi þeim fyrst að tala og svo að ganga og vinna.
Er búið var að »lesa«, hún bar þeim kvöldverð inn
og breiddi síðan ofan á litla hópinn sinn,
á vessin sín þau minti og vermdi kalda fætur,
en vakti sjálf og prjónaði fram á miðjar nætur.
* *
*
Hún réðst með hrifu sína og reiddan miðdagsverð
um refilstigu grýtta, var harla skjót í ferð,
— því einn var »pabbi« að heyja á engjateignum grænum —
frá ómegð þeirra hjóna og þernulausum bænum.
1 míluvegar fjarlægð — og mörgum sinnum stóð
í mýrinni við rakstur og föngum saman hlóð.
Að morgunverkum loknum hún mátti fara að bragði;
til mjaltanna á kvöldin um náttmál heim svo lagði.
En yngsta reifastrangann sinn út í túnið bar
— þau eldri skyldu hans gæta —, er »pabbi« að slætti var.
I lágra þúfna skorning í ljósi sólar hollu,
þar lék hann sér að smára og fífli og biðukollu.
Og hrífu sinni brá ’ún og hart að ljánni gekk,
sem harla skjótt gekk saman og varð að dreifðum flekk.
En það var henni leikur í þokunni að smala
og þumalinn að prjóna — um hvíld var ekki að tala.
* *
*
I þjóðgötunni miðri i þrjátíu ár hún bjó
í þröngum ekkjustakki og lítt af kröftum dró.
Þeir verða ekki taldir, sem viku að hennar garði,
— en valdsmaðurinn aldrei að dyrum hennar barði.
Um það, sem gaf hin hægri, hin vinstri vissi ei hót;
þeim vegmóðu og snauðu í dyrum tók hún mót.
10*