Eimreiðin - 01.07.1899, Page 28
148
Með gestrisninnar einlægni saðning gaf hún svöngum
og svalaði inum þyrstu — af næsta litlum föngum.
* *
*
Af iðunni við túnið var öndin hvergi stygð
og urriðarnir »vöktu« í sinni ljósu bygð.
Þar átti rjúpan friðland á veturna og vorin,
i veggjarholu þröngri var snjótitlingur borinn.
Þar átti rjúpan friðland; í vellinum hún varp,
af vallarsúru kornmeti tíndi fullan sarp;
með ungahópinn vappaði upp á bæinn lága
úr útsköfunni þýfðu við hraunjaðarinn gráa.
*
Hún undi sér við hraunið. Hve inndælt var að sjá,
er ána hafði felda hin ljósa nótt i dá
og náttsólin á klettana kufli rauðum steypti
og kjarrskóginum strjála í þúsund loga hleypti.
Hún undi sér við hraunið og ánni sinni hjá,
sem urðarveginn þræddi, unz féll í kaldan sjá
— í sjóinn djúpa og kalda, er soninn hennar geyrndi,
en samt ei vildi skila, þó ekkjutárin streymdi.
* *
*
Sem vefstóll út’ í horni ’ún var in hinztu ár,
sem voðinni er sviftur, af ryki og elli grár.
En brýr og kinnar voru sem bókfell margra alda;
þær birtu langa sögu um marga daga og kalda.
Um héraðsbrest ei getur, þó hrökkvi sprek í tvent,
er hríðarbylur geisar; það liggur gleymt og fent.
Og eins er lítill tregi og engin sorg á ferðum,
þó ekkja falli í valinn með sjötíu ár á herðum.
G. Fr.