Eimreiðin - 01.07.1899, Page 31
lífgaðu skarið; lægðu storminn;
iáttu ítaksréttinn falla.
II.
Er æfileið rnín á enda þrædd?
Er úti nú þegar mitt gönguleyfi?
Við atferli dauðans er önd mín ei hrædd
þó yfir mér karluglan skálminni veifi.
En fjandi er það bölvað að falla’ á knén
og fá ekki að stíga á þroskamanns veginn.
Að baki’ er æskunnar foræði og fen,
en fjall-lendi blómvaxið hinum megin.
III.
Finn ég af dauðans stáli sting;
stefnir hann æ að vígum.
Gæfu minnar hjól í hring
hleypur í krákustigum.
IV.
Taum minn einhver djöfull dregur
— drotni eru nú fáir kærir.
Mér eru vegir flestir færir,
flestir — nema lífsins vegur.
G. Fr.
Þingkosningin.
Kafli úr óprentaðri sögu eftir Gunnstein Eyjdlfsson.
I.
Svo stendiyr í bók þeirri, er Landafræði heitir, að jörð sú, er
vér byggjum, sé hnöttótt sem þráðarhnykill, og á vesturhelmingi
hennar sé afarstórt meginland, sem átti að heita Vinland, en heitir
nú Ameríka, og dregur nafn sitt af manni þeim, er Amerigo hét.
Nyrzti hluti meginlands þessa heitir Kanada, og er eign Breta-
veldis. Landamerki Kanada eru þannig: Að sunnan ræður fertug
asta og níunda stig norðurbreiddar, en þar suður af eru Banda-