Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 35

Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 35
T55 sáu, að hann var duglegur og laginn á að græða, en það fellur Kanadamönnum vel í geð. Ekki leið á löngu, áður hann fór að taka þátt í stjórnmálun, og gekk í lið með afturhaldsmönnum, því sá flokkur hafði þá völdin. Við bæjarkosningar í Halífax neytti hann allra bragða til að ráða yfir atkvæðum landa sinna, og hepn- aðist það vel. Hann sat sig og aldrei úr færi með að telja stjórn- arsinnum trú um, að hann hefði öll atkvæði landa sinna í hendi sér. Nú liður þar til, er kjósa skyldi þingmann á sambandsþing, og einsetti hann sér að láta ekki svo gott tækifæri ónotað. Hann hittir þingmannsefni stjórnarinnar og býður honum fylgi sitt og atkvæði landa sinna fyrir sanngjarna þóknun, og tók hinn boðinu. Hefst nú kosningarimman, og gekk Sveinþór hart fram, og þar eð landar hans voru flestir jafngrænir í stjórnmálum og gras í júnímánuði, veittu þeir honum eindregið fylgi. Féllu kosningar svo, að þingmannsefni stjórnarinnar komst að með miklum at- kvæðamun, og stjórnin sömuleiðis, og brigzluðu flokkarnir hvor öðrum um, að þeir hefðu beitt mútum, lygum og svikum, svo sem titt er hjá þeim við hverjar kosningar. Ekki gaf Sveinþór sig að því, enda var hann aldrei að íást um hvaða brögðum var beitt, ef mál hans að eins hafðist fram. Nú liðu tvö ár, en að þeim tíma liðnum vildi það til, að þingmaðurinn fyrir Halífax lagðist veikur í hálsmeini, sem raunar var ekki hættulegt. En sökum þess að hann var í höndum tveggja hálærðra lækna. Þá versnaði honum dag frá degi, unz hann loks dó. Því þingmenn Kanada deyja sem aðrir menn, og megna þar engar mútur rönd við að reisa. Meðan líkið stóð uppi, kölluðu stjórnarsinnar í Halífax sarnan fjölmennan fund, til að ræða um, hver næst skyldi verða þingmaður. En fundur sá lyktaði þannig, að þeir gátu ekki orðið á eitt sáttir. Sveinþór, sem nú var al- rnent kallaður Samúel H. Johnson, var enn í uppgangi, og búinn að ávinna sér þann orðstir meðal innlendra manna, að hann gæti bundið landa sína á klafa í kosningum. Honum kom nú til hugar að bjóða sig sjálfan frarn til þings, og eftir því sem hann íhugaði það lengur, því betur sannfærðist hann um, að sér mundi takast ah ná þingmannsstöðunni. Hann vissi, að allir landar sínir mundu styðja sig við kosninguna, og flokkur hérlendra manna líka. Svo fanst honum hann vera fæddur til að semja lög og starfa að stjórn- málum. Og einmitt um þær mundir dreymdi hann þann draum, að hann þóttist vera staddur á grundinni fyrir framan þinghúsið í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.