Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 35
T55
sáu, að hann var duglegur og laginn á að græða, en það fellur
Kanadamönnum vel í geð. Ekki leið á löngu, áður hann fór að
taka þátt í stjórnmálun, og gekk í lið með afturhaldsmönnum, því
sá flokkur hafði þá völdin. Við bæjarkosningar í Halífax neytti
hann allra bragða til að ráða yfir atkvæðum landa sinna, og hepn-
aðist það vel. Hann sat sig og aldrei úr færi með að telja stjórn-
arsinnum trú um, að hann hefði öll atkvæði landa sinna í hendi
sér. Nú liður þar til, er kjósa skyldi þingmann á sambandsþing,
og einsetti hann sér að láta ekki svo gott tækifæri ónotað. Hann
hittir þingmannsefni stjórnarinnar og býður honum fylgi sitt og
atkvæði landa sinna fyrir sanngjarna þóknun, og tók hinn boðinu.
Hefst nú kosningarimman, og gekk Sveinþór hart fram, og þar
eð landar hans voru flestir jafngrænir í stjórnmálum og gras í
júnímánuði, veittu þeir honum eindregið fylgi. Féllu kosningar
svo, að þingmannsefni stjórnarinnar komst að með miklum at-
kvæðamun, og stjórnin sömuleiðis, og brigzluðu flokkarnir hvor
öðrum um, að þeir hefðu beitt mútum, lygum og svikum, svo
sem titt er hjá þeim við hverjar kosningar. Ekki gaf Sveinþór
sig að því, enda var hann aldrei að íást um hvaða brögðum var
beitt, ef mál hans að eins hafðist fram.
Nú liðu tvö ár, en að þeim tíma liðnum vildi það til, að
þingmaðurinn fyrir Halífax lagðist veikur í hálsmeini, sem raunar
var ekki hættulegt. En sökum þess að hann var í höndum tveggja
hálærðra lækna. Þá versnaði honum dag frá degi, unz hann loks
dó. Því þingmenn Kanada deyja sem aðrir menn, og megna þar
engar mútur rönd við að reisa. Meðan líkið stóð uppi, kölluðu
stjórnarsinnar í Halífax sarnan fjölmennan fund, til að ræða um,
hver næst skyldi verða þingmaður. En fundur sá lyktaði þannig,
að þeir gátu ekki orðið á eitt sáttir. Sveinþór, sem nú var al-
rnent kallaður Samúel H. Johnson, var enn í uppgangi, og búinn að
ávinna sér þann orðstir meðal innlendra manna, að hann gæti
bundið landa sína á klafa í kosningum. Honum kom nú til hugar
að bjóða sig sjálfan frarn til þings, og eftir því sem hann íhugaði
það lengur, því betur sannfærðist hann um, að sér mundi takast
ah ná þingmannsstöðunni. Hann vissi, að allir landar sínir mundu
styðja sig við kosninguna, og flokkur hérlendra manna líka. Svo
fanst honum hann vera fæddur til að semja lög og starfa að stjórn-
málum. Og einmitt um þær mundir dreymdi hann þann draum,
að hann þóttist vera staddur á grundinni fyrir framan þinghúsið í