Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 40
iéo
ég tilheyrði. En samt treysti ég mér vart til að ná kosningu,
nema ég njóti hjálpar og fulltingis yðar ráðherranna.«
»IJað er svo — en hvernig getum vér orðið yður að. liði ?«
»Það er algerlega á yðar valdi, hvort ég kemst á þing eða
ekki. Stefnuleysingjar eru harðsnúnir, og gera oss alt það ógagn,
sem þeim er unt. Ég þarf fjárstyrk — — einhversstaðar að. Og
svo þarf ég að hafa vissu fyrir, að ég komi einhverju til leiðar,
ef ég kemst á þing.«
»Rétt er það. Vilja kjósendur yðar í bænum fá nokkru sér-
stöku komið til leiðar?«
»Skotvirkin fyrir ofan bæinn eru í mesta ólagi, og þurfa um-
bóta við.«
»Segið kjósendum yðar, að það skuli verða gert. Skotvirkin
í ólagi. Það er fyrirtak. Við skulum senda verkfræðinga til þess
að yfirlita, hvað gera þurfi, og stilla svo til, að þeir komi til
bæjarins rétt áður en kosningar fara fram. Eruð þið hinir því
ekki samþykkir?« ‘
»Jú,« sagði Elliott. »En því þá ekki að láta til skara skríða
og umbæta virkin eins og þarf?«
»Eruð þér genginn frá vitinu Elliott,« sagði stjórnarformaður-
inn. »Hver er að tala um að umbæta virkin? Það á að skoða
þau og annað ekki. Ef við förum að umbæta þau, þá töpum við
því kjördæmi við næstu kosningar.-----------Hvað oft hafa annars
verið sendir verkfræðingar til þess að yfirlíta verkið og gera áætlun
um kostnaðinn?«
»Tvisvar. Einu sinni fyrir hverjar kosningar.«
»Það má gera það einu sinni enn. Þér getið sagt kjósendum
yðar, Mr. Johnson, að stjórnin hafi tekið vel í málið, og muni
senda menn til að gera áætlun um kostnaðinn. Nokkuð annað,
sem vér getum gert fyrir yður?«
»Mig langar mjög til að stofnsetja nýlendu fyrir landa mína
einhversstaður í Kanada. Þeir eru allfjölmennir í ríkinu, en mjög
dreifðir og óánægðir. Ef ég kemst á þing, þá vildi ég mega vænta
fylgis yðar til þess að taka frá landspildu, sem eingöngu væri ætluð
þeim til landnáms.«
»Það mun ganga greitt. En eruð þér viss um, að landar
yðar fylgi yður við kosningarnar?«
»Það gera þeir — sérstaklega ef ég get fullvissað þá um, að
nýlendan verði stofnuð.«