Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Page 48

Eimreiðin - 01.07.1899, Page 48
168 mátti eiga það víst, að hitt blaðið niddi hann á allar lundir. En þrátt fyrir það voru ritstjórarnir góðir vinir, og drukku oft bjór saman, — sem þeir fengu óftast til láns, -— því þeir þektu vel stöðu sína, og vissu, að þeir áttu aðeins að verja garðana fyrir húsbændur sina, hvað sem þeirra eigin skoðunum liði. Ritstjóri afturhaldsblaðsins sat nú inni á skrifstofu sinni og var í illu skapi. Vínsali einn í borginni hafði þá um daginn stefnt honum fyrir skuld, að upphæð sex dollara, og af því hann hafði daginn áður borgað síðustu tíu centin, sem hann átti til, fyrir vindil, og ekkert innheimt fyrir blaðið i heila viku, þá voru horfurnar ískyggi- legar og litlar líkur til, að hann gæti borgað skuldina. Blað hans hafði á áskrifendalista sínutn alt að sjötíu kaupendur, og furðaði marga á, hvernig það gæti staðist útgáfukostnaðinn með þeim. En þá gátu aðrir þess, að það mundi vera í nokkrum kunnings- skap við stjórnina og nærast drjúgum af molum þeim, sem náðar- samlega hrytu af borðum hennar. Nokkuð var það, að einu sinni á hverjum fjórum árum lifði blaðið við sæld og allsnægtir; það var þegar kosningar til sambandsþings fóru fram. Þá var eins og einhver gullæð hefði opnast á skrifstofu þess. Þá var upplag blaðsins um tíu þúsund, og það gefið hverjum sem hafa vildi. Nú voru liðin tvö ár frá þvi síðustu kosningar fóru fram, enda var nú féþurð svo mikil hjá blaðinu, að ritstjórinn vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka. En þá barst honum alt í einu sú gleðifregn, að þingmaðurinn væri dáinn, og við þá frétt lifnaði svo yfir hon- um, að hann lofaði guð hástöfum, því dauði hans boðaði kosn- ingar, og kosningar þýddu peninga og allsnægtir. Síðan hafði hann setið við að rita stjórnmálagreinir, til þess að hafa þær til taks, þegar á þyrfti að halda. En nú var liðinn nærri mánuður og engin hjálp sjáanleg, hvergi hægt að fá lán og málsókn fyrir hendi; en þá fór svo sem oftar, að þegar neyðin er stærst, þá er hjálpin næst. Ritstjórinn var enn að lesa stefnuna, þegar Mr. Johnson sjálfur birtist í dyrunum eins og engill af himnum sendur. Hann stóð upp í flýti, heilsaði Johnson alúðlega og tvílæsti dyrunum. Hvað þeir töluðu saman þá tvo klukkutíma, sem þeir sátu þar læstir inni, vita menn ekki. En hitt er víst, að þeir kvöddust með mestu virktum er þeir skildu. Og einhver þóttist síðar um daginn hafa séð ritstjórann bregða sér inn í banka og hefja þar 400 dollara ávísun frá Johnson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.