Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 51

Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 51
Hún sver sig í ættina til ýmsra greina, sem áður hafa staðið í því blaði, og mun þess vegna óhætt að eigna hana skröitormi þeirn, sem kallar sig ritstjóra blaðsins. Hvað snertir hinar svívirðilegu árásir, sem skröltormurinn gerir á mannorð Mr. Johnsons, skulum vér geta þess, að það eru alt lygar frá upphafi til enda. Allir, sem þekkja Mr. Johnson, vita, að hann er einn hinn heiðvirðasti íbúi þessa bæjar, maður, sem ekki vill vamm sitt vita, enda hefir hann náð hylli allra manna. Af því það er vor ófrávíkjanleg regla, að ráðast aldrei á persónu manns þess, er vér eigum í höggi við, þá viljum vér fara sem fæstum orðum um fígúru þá, sem stefnu- leysingjar hafa tilnefnt sem þingmannsefni. Þess eins viljum vér geta, að færum vér að birta á prenti alt, sem vér vitum um hann, þá væri það nóg til þess, að enginn heiðvirður maður gæfi honurn atkvæði. Þennan sómapilt vilja þeir senda á þing sem fulltrúa fyrir Halifax. Vitanlega hefir hann ekkert fylgi, nema helzt þeirra manna, sem selja atkvæði sín fyrir vín og peninga. Hvað skyldi annars Mr. Moore hafa borgað skröltorminum fyrir að rita hina umtöluðu grein? Að því leyti sem vér tökum þátt í stjórnmálum, þá lýsum vér yfir því, að vér gerum það alveg óháðir, og aðeins vegna þess, að sannfæring vor knýr oss til þess.« Þegar »Morgunstjarnan« kom út daginn eftir — blöðin komu út á hverjum degi meðan á kosningarimmunni stóð — þá gat ritstjórinn þess, að það væri í fjórða sinni sem stjórnin hefði látið gera áœtlun um kostnaðinn við að endurbæta skotvirki bæjarins, og ætíð hefði það verið rétt á undan kosningum. Og jafnframt því sem ritstjórarnir létu á hverjum degi skammirnar dynja yfir þingmannaefnin, þá fóru aðrir stjórnmálarakkar, sem enginn hafði áður heyrt getið, að rita í blöðin. Þau fluttu nú myndir af þing- mönnunum og breyttu þeim i allra kvikinda líki, nema létu ætíð andlitin halda sér óbreytt, svo allir skyldu þekkja þá. Jafnframt því voru sendisveinar þeirra beggja á þönum fram og aftur, hittu hvern kjósanda að máli, eltu þá út um sveitir, ef þeir voru ekki í borginni, og létu þá engan frið hafa. V. Verkfræðingarnir frá Ottawa, sem áttu að yfirlíta skotvirkin og gera áætlun um kostnaðinn við aðgerð þeirra, voru komnir og farnir. Þeir höfðu, ásamt Mr. Johnson og öllum hinum helztu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.