Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Page 56

Eimreiðin - 01.07.1899, Page 56
176 vindla gefins. Sumir, sem vissu þetta í tima, byrjuðu strax um morguninn að drekka, og altaf urðu þeir fleiri og fleiri, eftir því sem lengra leið á daginn. Þeir komu úr öllum áttum, og streym- du inn á veitingahúsin, og röðuðu sér upp að vínsöluborðunum eins og sauðir á jötu. A veitingahúsi Johnsons var langt um fleira, og háreystin svo mikil, að varla heyrðist mælt mál. Veitingamaðurinn hafði ekki við að veita vínið, svo þeir gerðu sér hægt um hönd, og slógu botnana úr tveimur tunnum og drukku svo af börmunum, meðan hægt var, og siðan úr skál- um, glösum og lúkum sinum. Veitingahúsið var orðið að jarð- nesku helvíti. Svæla af tóbaksreyk lá eins og þykk, blá móða yfir öllum, sem inni voru, og svækjan af sjóðandi heitu púnsinu var svo sterk, að liðið hefði yfir hvern viðvaning. Ekki aðeins gólfið, heldur og veggirnir og veitingaborðið var löðrandi í tóbakshrákum. Við og við stigu sumir upp á stóla, tunnur eða bekki og fóru að halda ræður um stjórnmál — dynjandi skammir um Mr. Moore og stefnuleysingja, en glymjandi hól um Johnson og stjórnina og afturhaldsflokkinn. Og ætíð lyktaði ræðan þannig, að allir drukku skál Johnsons og stjórnarinnar. »Hræktu ekki á vegginn, helvítið þitt,« grenjaði veitinga- maðurinn til manns eins, sem honum þótti haga sér ósiðlega. — »Hrækja ekki á vegginn,« sagði hinn og snerist illur við. »1 leyfi og umboði Kanadastjórnar lýsi ég yfir þvi, að það er öllum frjálst að hrækja í dag hvar sem þeir vilja. — Við erum í frjálsu landi, veiztu það, bölvaður? Við höfum frjálsa stjórn — veiztu það? Við stjórnum landinu sjálfir með kosningunum, veiztu það? Við megum hrækja eins oft og við viljum, og hvar sem við viljum, því við erum frjáls þjóð. Veiztu það, bannsettur? Jafnvel framan í snjáldrið á þér. — Hrópið þið húrra fyrir Johnson, þrefalt húrra.« Tveir eða þrír menn hrópuðu húrra, en flestir gátu ekki sint því. Þeir voru annað að gera. Það var farið að lækka í tunn- unni, og einn náungi, sem ætlaði að ná sér í vín, beygði sig heldur mikið, og fór á höfuðið ofan í hana, og er tvísýnt hvernig honum hefði reitt af, ef lagsmenn hans hefðu ekki dregið hann upp. »Hrópið þið húrra, piltar,« grenjaði hinn aftur. »Þrefalt húrra, segi ég — helvíti. Ef hér er nokkur, sem ekki vill hrópa húrra fyrir Johnson, þá skal liann mæta mér.« Rámir af reyk og víni orguðu menn þrisvar húrra, sumir standandi, sumir sitjandi á bekkjum, stólum, tunnum eða veitinga-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.