Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 58
i78
galtartrýnið? Ætli þú yrðir ekki feginn að stinga sex pundum af
tóbaki upp í kjaftinn á þér, ef þú ættir kost á þvi? Hvað fáum
við af sykri? Þessi helv. í Ottawa leggja toll á það, svo við
fáum ekki nema tólf pund, en ættum að fá sextán. Robert Moore
ætlar að gefa okkur sextán. Johnson gefir skitin tólf. Hvort er
betra? Hvort viljið þið heldur tólf eða sextán pund fyrir dollar-
inn, ha?«
»Sextán pund,« sögðu hinir.
»Ég hefði haldið það. Og sá sem vill heldur fjögur pund af
tóbaki, er hvorki hvítur maður né kristinn. Við eigum að kjósa
Moore, eða hvað haldið þið? Sýnist ykkur ráð að hrópa aftur
húrra fyrir Johnson? Niður með hann. Húrra, húrra fyrir Ro-
bert Moore.«
»Húrra fyrir Johnson,« var hrópað fyrir utan dyrnar, og þrír
menn komu inn, og einn af þeim var Grimur.
»Ég segi húrra fyrir Moore,« hrópaði tröllið og snerist að
þeim.
»Hva—hvað, hvaða dónar eru hér, að heiðvirðir menn skuli
ekki geta talað orð án þess vaðið sé ofan í þá.-------Ég tek ykkur
alla til vitnis um það, að hann ætlaði að vaða ofan í mig. Hvað
er hann annars að þvaðra?«
»Hann segir, að við fáum sex pund af tóbaki, ef við kjósum
Moore,« gall einhver við.
»Sex pund!«
»Og sextán pund af sykri.«
»Sextán pund! Ég skal leggja í helvítið.«
»Komdu bölvaður, ef þú þorir,« sagði hinn og hrækti tóbaks-
tuggunni í lófa sína og neri henni vel um báðar hendurnar. »Við
skulum gera út um það, hver þeirra Johnson eða Moore eigi að
verða þingmaður. Ég segi húrra fyrir Robert Moore.«
»Og ég segi húrra fyrir Johnson.«
»Og ég segi húrra fyrir Moore.«
»f*ú ert asni.«
»Og þú ert svín.«
»Þú Iýgur!«
»Og þú lýgur!!«
»Heyrðu vinur,« sagði Grímur, sem hingað til hafði ekkert
lagt til málanna. »Lofaðu mér að tala við þig einslega.«
Tröllið glápti á hann þegjandi, en Grímur tók í handlegg