Eimreiðin - 01.07.1899, Page 60
i8o
foknar út yfir manntjöldann, þá sóttust allir eftir að ná í þær, til
að geta troðið þær ofan í sorpið.
En það fór fyrir þeim líkt og aðlinum í Babýlon forðum, er
Kýros kom þangað. Þegar gleði þeirra stóð sem hæst, komu menn
Johnsons þangað hlaupandi, og vísuðu Moore og öllu hans hyski
þangað, sem hann þyrfti hvorki að borga fyrir ljósmat né eldivið.
Jafnframt vildu þeir komast að eldinum og slökkva hann, en hinir
stóðu fyrir sem þéttast og tóku á móti. Hófust nú verulegar rysk-
ingar og hnefahöggin dundu á allar hliðar. Sumir hentu grjóti,
aðrir tóku logandi eldibranda og köstuðu á mótstöðumenn sina,
en húrraópin og níðyrðin um kandídatana og stjórnina heyrðist
á allar hliðar. Tröllið, sem bezt hafði varið Robert Moore, gerði
honum nú alt það ógagn, er hann gat, en Grímur hafði haft sig
burt, skjálfandi af hræðslu, þegar hann sá, hvað verða vildi.
En þegar ryskingarnar stóðu sem hæst, heyrðist blástur í pípu
lögregluþjóns. Lögreglustjórinn hafði orðið var við aðganginn, og
kom nú við sjöttta mann til að skakka leikinn.
»Hættið,« æpti hann, »eða ég læt setja ykkur í svartholið!«
Þegar hann sá, að þeir gáfu orðum hans engan gaum, skipaði
hann mönnum sínum að tvistra hópnum. Þeit réðust á hann
með hnefum og bareflum, en gátu litlu áorkað. Hinir heiðruðu
kjósendur vissu, að þeir voru að taka þátt í stjórnmálum ríkisins,
á sinn venjulega, kyrláta hátt, og þeir þóttust hafa fulla heimild
til að gera það opinberlega, úti á strætum bæjarins.
VII.
Þetta fór að verða iskyggilegt, því meir en tvö hundruð manns
héngu þar hver í öðrum í einni þvögu, bölvandi, æpandi og óðir
af víni og kosningaæsingum. Lögregluþjónarnir gátu ekkert áunnið
annað en að lenda sjálfir inn í þvögunni og sumir voru farnir að
hrópa, að þeim skyldi fleygja á eldinn. En þegar þessar óeirðir
stóðu sem hæst, og hnefahöggin dundu á allar hliðar, varð mönn-
um litið upp og sáu, hvar fylking manna kom með miklum hraða
vestan strætið, og stefndi til þeirra. Þóttust þeir nú vita, að búið
væri að kalla út herlið, til að skakka leikinn, því rauður fáni blakti
yfir fylkingunni, og að eyrum manna barst skrækhljóða ómur,
sem allir þóttust vita, að væri frá hornleikaraflokki herliðsins.