Eimreiðin - 01.07.1899, Side 76
196
öllu, er gerðist á því þingi. Aðeins skal þess getið, að þingið
heimilaði stjórninni allmikið fé til styrktar landnámi i Kanada.
Johnson bað stjórnina um að tekin væri frá spilda af landi vestur
við Kyrrahaf, sem eingöngu væri ætluð þjóð sinni til aðseturs,
og að stjórnin lánaði þeim 40,000 dollara til að byrja búskap með.
Hann sýndi stjórninni fram á, að landar sínir væru þeir beztu inn-
flytjendur, sem hægt væri að fá. Þeir væru iðjusamir og trúir,
gerðu sér alt að góðu, og væru beztu fiskimenn. En það, sem
mest var í varið, var það, að þeir væru sjálfsagðir að fylgja stjórn-
inni við hverjar kosningar, ef þeir aðeins væru hafðir afskektir.
og Mr. Johnson gæti sjálfur verið foringi þeirra. Hann kvað þetta
sýna sig ljósast í því, að þeir hefðu flestir veitt sér lið við kosn-
ingarnar, og kvaðst mundu ábyrgjast atkvæði þeirra framvegis,
ef stjórnin vildi fara að sínum ráðum.
Þetta mætti nokkurri mótspyrnu, en hafði þó framgang. John-
son fékk tekna frá landspildu, sem skyldi verða nýlendusvæði handa
þjóð hans. Svo var samþykt, að fela honum á hendur að verja
þessum 40,000 dollurum á þann hátt, sem hann áliti beztan til
styrktar fátækum landnámsmönnum. Fjórum sinnum á ári skyldi
hann gera stjórninni grein fyrir hvernig hann verði fé þessu, og
hvernig hagur landnámsmanna væri. Hann skyldi vera aðalagent
þeirra og milliliður milli þeirra og stjórnarinnar, og hafa í staðinn
800 dollara laun á ári.
Það var ekki hægt annað að segja, en að þingtími hans byrj-
aði vel: þúsund dollara i þingsetulaun; sex hundruð dollara múta
frá Mr. Agúst; átta hundruð dollara laun fyrir að halda löndum
sinum bundnum á kosningaklafa stjórnarinnar; næstum ótakmörk-
uð umráð yfir 40,000 dollara lánsfé, og svo að auki arðsöm
verzlun og fleira og fleira.
»1 grend við vasa á góðri stjórn
gaman er að búa.«