Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 77
197
íslenzkt tónskáld.
Allir íslendingar þekkja lagið »Ó, guð vors lands«, fegursta lagið,
sem við eigum. En hitt vita kannske færri, hver það hefir ort, því á
höfundinn er sjaldan minst, enda er það og að vonum, þar sem hann
hefir mestan hlut æfi sinnar setið og starfað í öðru landi. En það hefir
hann orðið að gera, til þess að geta stundað list sína. Honum hefði
SvEINBJÖRN SVÉINBJÖRNSSON.
sjálfsagt verið ljúfast, að dvelja á íslandi og semja eingöngu lög við
islenzka texta, en ef hann hefði gert það, þá er hætt við, að minna
hefði orðið úr honum en nú er orðið. Því miður er þjóð vor enn svo
litil og fátæk, að listamenn geta ekki þrifist hjá henni. þeir verða því
að leita út á við til stórþjóðanna, þar sem lífsskilyrðin eru önnur og
betri, og vér höfum svo litið af þeim að segja. En þeir geta samt haft
mikla þýðingu fyrir oss, því hver afbragðsmaður, sem getur sjálfum sér
mikinn orðstír, varpar um leið ljóma yfir þjóð sína, hvar sem hann kann
að dvelja eða starfa í heiminum.
Til slíkra listamanna má telja tónskáldið Sveinbjörn Sveinbjörnsson,