Eimreiðin - 01.07.1899, Qupperneq 78
198
sem Eimreiðin nú hefir þá ánægju að flytja bæði mynd af og nýtt söng-
lag eftir. Hann er fæddur að Nesi við Seltjörn í Gullbringusýslu 28. júní
184 7. Foreldrar hans voru háyfirdómari Pórður Sveinbjörnsson og síðari
kona hans Kirstin (f. Knudsen). Átti hann mörg systkini (9 alls), en af
þeim eru nú ein 4 á lifi. Hálfbróðir hans er núverandi háyfirdómari
L. E. Sveinbjörnsson í Rvík.
Svb. Sveinbjörnsson útskrifaðist úr latínuskólanum árið 1866, gekk
siðan á prestaskólann og útskrifaðist þaðan 1868. Pegar á unga aldri
var hann mjög hneigður fyrir söng og hljóðfæraslátt, og fékk hann fyrst
kenslu i að leika á fortepíanó hjá frú Ástriði Melsteð (konu Sigurðar
Melsteðs prestaskólakennara), en kenslu í söngfræði naut hann hjá Pétri
Guðjohnsen. Sama haustið og hann tók burtfararpróf við prestaskólann,
tók hann sér far með seglskipi til Skotlands og kom til Leith eftir 3 5
daga útivist. Par staðnæmdist hann þó ekki í það sinn nema i tvo
mánuði, en hélt þaðan til Kaupmannahafnar. Par dvaldi hann í rúmlega
hálft annað ár og naut kenslu í hljóðfæraslætti og tónlist (kompósitión)
hjá Anton Ravn. Frá Khöfn fór hann aftur til Skotlands og settist að
í Edínborg og tók að kenna söng og hljóðfæraslátt, einkum að leika á
fortepíanó. Árið 1872 ferðaðist hann til Leipzig á Pýzkalandi og naut
þar kenslu um sumarið hjá Carl Reineeke, höfuðkennaranum við söng-
skólann (konservatóriið) þar. Veturinn eftir hóf hann á ný kenslu sina
i Edínborg i sönglist og hljóðfæraslætti, og henni hefir hann siðan fram
haldið til þessa dags. En jafnframt hefir hann mjög fengist við tónlist
og samið fjölda sönglaga við enska texta, sem menn hafa gert mikinn
róm að á Bretlandi, en sem fæstir Islendingar munu þekkja. Petta ætti
þó ekki svo til að ganga, því ekki erum vér ofauðugir í þeirri grein,
þó öll kurl komi til grafar. Og lögin eru í rauninni jafníslenzk fyrir
því, þótt þau séu samin við enska texta, úr því að þau eru eftir Is-
lending. Til leiðbeiningar fyrir þá, sem unna íslenzkri tónlist og
kynnu að vilja eignast lög Svb. Svb., skulu hér talin þau af lögum hans
við enska texta, er út hafa verið gefin á prent:
I. Sönglög: 1. Song of the country, 2. Miranda, 3. The fairies,
4. Snowdrops (fjórraddað), 5. The challenge of Thor, 6. Up in the North,
7. The Viking’s Grave, 8. The soldier’s dream, 9. Hymn or" praise (fjór-
raddað), 10. Soldier rest, n.W/hen the boats come sailing in, 12. The
fisher’s call, 13. Serenade, 14. The willow song, 15. On rippling waters,
16. The river’s whisper, 17. The Yankee girl, 18. Now is the month
of maying (Duet), 19. Lords of the main, 20. The Troubadour, 21. War,
22. The hour of evening, 23. Night’s consolation, 24. The songs of
songs.
II. Hljóðfæralög (Instrumental): 1. Menuet, Trio (P. F. Solo),