Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Side 82

Eimreiðin - 01.07.1899, Side 82
202 álmurnar gátu sömuleiðis haft ýmsar stefnur hvor fyrir sig, og með þessu móti mátti fá mesta fjölda af merkjum; svo komu menn sér saman um viss merki fyrir hvern bókstaf, tölustafi og greinar- merki. Fréttasendingin fór svo fram á þann hátt, að hver vita- vörður hafði upp þau merki, er honum voru sýnd frá næstu stöðv- um og gengu þau svo frá einum vita til annars, unz þau voru komin þangað, sem þau áttu að fara. Fréttafleygir þessi var fyrst notaður á Frakklandi 29. ág. 1793. Þá áttu Frakkar í miklum ófriði og lá fyrsta vitaröðin frá París og norður til landamæra; það voru 30 mílur vegar og voru 22 vitar á þeirri leið. Nú gátu boð gengið milli stjórnarinnar og hersins á fáum minútum, og má nærri geta að mönnum þótti ekki lítið í það varið. Nafn Chappes var á hvers manns vörum og stjórnin gjörði hann að yfirmeistara allra fréttafleygja og veitti honum rífleg laun; en svo fóru að heyrast ýmsar raddir um það, að það væri ekki hann, sem hugmyndina ætti, heldur Hook sá, sem áður er nefndur; tók Chappe sér þessar árásir svo nærri, að hann vildi ekki lifa og kæfði sig i brunni einum. A næstu árum komst fréttafleygirinn á í flestum ríkjum Norð- urálfu; fyrstu vitarnir í Sviþjóð voru reistir 1794, í Danmörku og Noregi 1802. Hann þótti mesti kostagripur, sem hann og var, en þó hafði hann ýmsa annmarka, og var það verst, að í myrkri eða þoku var hann allsendis gagnslaus. Einstöku menn reyndu á næstu árum að ráða bót á þessu, en tilraunum þeirra var lítill gaumur gefinn i fyrstu, því að menn voru ánægðir með frétta- fleygi Chappes. En nú sáu menn fyrst til fulls, hve þýðingar- mikill fréttafleygirinn gat verið, einkum í ófriði; á fyrstu árum 19. aldarinnar geisaði Napóleon mikli sem ljón um alla Norður- álfu og stóð ekki við honum; en það duldist mönnum eigi, að sigursæld hans var oft og einatt hvað mest því að þakka, að frétta- fleygirinn flutti honum skjótar fregnir af atgjörðum fjandmanna hans. Það urðu því fyrst í stað einkum mótstöðumenn Napóleons á Þýzkalandi, sem lögðu stund á að finna upp nýjan og fullkomn- ari fréttafleygi. Uin aldamótin 1800 höfðu þeir Galvani og Volta fundið raf- magnsstrauminn, sem berst nálega með ljóshraða eftir járnsíma eða koparvir. Arið 1809 hugkvæmdist þýzkum manni, Sömme- ring að nafni, að hægt myndi vera að láta strauminn bera boð milli fjarlægra staða, og hann bjó til hinn fyrsta rafmagnsritsíma.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.