Eimreiðin - 01.07.1899, Side 82
202
álmurnar gátu sömuleiðis haft ýmsar stefnur hvor fyrir sig, og
með þessu móti mátti fá mesta fjölda af merkjum; svo komu menn
sér saman um viss merki fyrir hvern bókstaf, tölustafi og greinar-
merki. Fréttasendingin fór svo fram á þann hátt, að hver vita-
vörður hafði upp þau merki, er honum voru sýnd frá næstu stöðv-
um og gengu þau svo frá einum vita til annars, unz þau voru
komin þangað, sem þau áttu að fara.
Fréttafleygir þessi var fyrst notaður á Frakklandi 29. ág. 1793.
Þá áttu Frakkar í miklum ófriði og lá fyrsta vitaröðin frá París
og norður til landamæra; það voru 30 mílur vegar og voru 22
vitar á þeirri leið. Nú gátu boð gengið milli stjórnarinnar og
hersins á fáum minútum, og má nærri geta að mönnum þótti
ekki lítið í það varið. Nafn Chappes var á hvers manns vörum
og stjórnin gjörði hann að yfirmeistara allra fréttafleygja og veitti
honum rífleg laun; en svo fóru að heyrast ýmsar raddir um það,
að það væri ekki hann, sem hugmyndina ætti, heldur Hook sá,
sem áður er nefndur; tók Chappe sér þessar árásir svo nærri, að
hann vildi ekki lifa og kæfði sig i brunni einum.
A næstu árum komst fréttafleygirinn á í flestum ríkjum Norð-
urálfu; fyrstu vitarnir í Sviþjóð voru reistir 1794, í Danmörku og
Noregi 1802. Hann þótti mesti kostagripur, sem hann og var,
en þó hafði hann ýmsa annmarka, og var það verst, að í myrkri
eða þoku var hann allsendis gagnslaus. Einstöku menn reyndu
á næstu árum að ráða bót á þessu, en tilraunum þeirra var lítill
gaumur gefinn i fyrstu, því að menn voru ánægðir með frétta-
fleygi Chappes. En nú sáu menn fyrst til fulls, hve þýðingar-
mikill fréttafleygirinn gat verið, einkum í ófriði; á fyrstu árum
19. aldarinnar geisaði Napóleon mikli sem ljón um alla Norður-
álfu og stóð ekki við honum; en það duldist mönnum eigi, að
sigursæld hans var oft og einatt hvað mest því að þakka, að frétta-
fleygirinn flutti honum skjótar fregnir af atgjörðum fjandmanna
hans. Það urðu því fyrst í stað einkum mótstöðumenn Napóleons
á Þýzkalandi, sem lögðu stund á að finna upp nýjan og fullkomn-
ari fréttafleygi.
Uin aldamótin 1800 höfðu þeir Galvani og Volta fundið raf-
magnsstrauminn, sem berst nálega með ljóshraða eftir járnsíma
eða koparvir. Arið 1809 hugkvæmdist þýzkum manni, Sömme-
ring að nafni, að hægt myndi vera að láta strauminn bera boð
milli fjarlægra staða, og hann bjó til hinn fyrsta rafmagnsritsíma.