Eimreiðin - 01.07.1899, Page 87
207
niður i jörðina og svo neðanjarðar til zinkplötunnar og er þá
straumurinn óslitinn, jafnt sem tveir simar væru. Margar umbætur
voru og gjörðar á simatólunum, og stefndu flestar að því takmarki,
að láta tólin sjálf skrifa skeytin jafnóðum og þau kæmu, því það
er auðvitað miklu greinilegra og áreiðanlegra, en að lesa þau af
sveiflum segulnálarinnar. Petta hefur mönnum nú tekist fyllilega;
símatól þau, sem eru mest notuð nú, eru kend við ameriskan
mann, sem hét Morse; þaú voru fyrst notuð 1842, en síðan hafa
verið gjörðar margar endurbætur á þeim, og skal þeim nú lýst
nokkuð.
Ef menn vilja ritsíma milli tveggja stöðva, verða samskonar
K £
3. mynd.
verkfæri að vera á báðum stöðvunum, til þess að hægt sé að síma
hvora leiðina sem vera skal. Tólin eru tvö, nefnilega lykillinn,
til þess að senda skeytin, og rittólið, sem tekur á móti þeim og
ritar orðin á pappírsræmu.
Lykillinn (sjá 3. mynd) er svo gjörður, að málmstöngin ff
með filabeinshandtakinu h leikur um ásinn b, sem gengur gegnum
standinn a. Frá standinum liggur siminn L út til næstu stöðva.
A stönginni ff eru tvö hök eða hnúðar úr málmi, c og d og á
borðinu undir þeim eru hökin n og í; frá n liggur simi til kopar-
plötunnar í galvanskeri einu, en frá r liggur simi til rittólsins,
sem stendur á sama borðinu, við hliðina á lyklinum; g er stál-
fjöður, sem spennir annan enda stangarinnar upp, þannig að hnúð-