Eimreiðin - 01.07.1899, Side 88
208
arnir d og s nerna saman, en bil er milli c og n; en sé þrýst á
handtakið h, gengur c niður og mætir n, en bil kemur á milli s
og d. Frá galvanskerinu liggur síminn K til n, en með því að
bil er milli n og c og borðið úr tré, kemst enginn straumur af
stað úr kerinu; en sé þrýst á handtakið, mætast n og c, og nú
hleypur straumurinn frá n gegnum stöngina, niður í standinn a,
sem líka er úr málmi, út í símann L og til næstu stöðva; óðar
og handfanginu er slept aftur, lyftist c upp og straumurinn slitnar;
nú er samskonar verkfæri á næstu stöðvum, og þess vegna má
alveg eins senda straum þaðan og hingað, og það svo marga og
tíða straumkippi, sem vera skal, með því að þrýsta á handtakið á
lyklinum þar, og sleppa því jafnharðan aftur.
Hugsum oss nú að lykillinn hjá oss sitji í þeim stellingum,
sem 3. myndin sýnir, og straumur sé sendur frá næstu stöð. Sá
straumur kemur þá eftir símanum L, fer gegnum standinn, stöng-
ina, frá hakinu d yfir í s og svo eftir simanum E til rittólsins,
sem stendur rétt hjá lyklinum, eins og áður var sagt, og er sýnt
á 4. mynd. Þar verður fyrst fyrir oss segulskeifan b a b og veit
táin a niður, en utan um armana báða er margvafinn sími, sem
er framhald af simanum E á 3. mynd; endi þess síma er svo
grafinn i jörð niður. Endar eða hælar skeifunnar vita upp, og
uppi yfir þeim er járnstöngin cc (akkerið); hún stendur þvers
gegnum aðra stærri stöng dd, en niður úr þeirri stöng gengur
álma ein og við hana er festur gormurinn f sem dregur álmuna
fram (til hægri hliðar á myndinni), en við það lyftist c c upp, svo
að hún nær ekki að snerta hala segulskeifunnar. A þeim enda
stangarinnar d d, er veit til vinstri hliðar á myndinni, situr dálítill
broddur, sem nemur nærri því við pappírsræmuna rr. Hjólin,
sem sjást til vinstri handar á myndinni, eru einskonar sigurverk,
sem færir pappirsræmuna eða dregur hana hægt og jafnt fram hjá
broddinum. Þegar nú straumur kemur frá næstu stöðvum, fer
hann eftir simanum E á 3. mynd, eins og áður var sagt, og svo
eftir vafningunum utan um segulskeifuna b ab\\ skeifunni er deigt
járn, og hún verður segulmögnuð óðar og straumurinn kemur;
þá dregur hún að sér járnstöngina c c, sem gengur ofurlítið niður,
en við það gengur hinn endinn á dd upp, og þar með broddur-
inn, og nú rekst hann á pappírsræmuna. Þegar er straumurinn
hættir, hverfur alt segulmagn úr skeifunni, samkvæmt því, sem
áður var sagt, og gormurinn / dregur álmuna fram, svo að stöngin