Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 89
209
cc gengur upp, en broddurinn niður, og þá snertir hann ekki
lengur pappírsræmuna. Hafi straumurinn staðið aðeins eitt augna-
blik, er nú kominn púnktur á ræmuna, en hafi hann staðið ofur-
lítið lengur, er þar komið strik, með því að ræman færist fram
hjá broddinum. Úr púnktum þessum og strikum hefur svo verið
búið til heilt stafrof (a er t. d.---b er —.... o. s. frv.); á milli
stafanna eru látin vera dálítil bil, og lengri bil milli orða; greinar-
merki öll og tölustafir eru og sa.msett af púnktum og strikum,
eins og bókstafirnir. Auðvitað geta engir lesið þetta letur, nema
4. mynd.
símaþjónarnir, sem hafa lært það og kunna það rækilega; verður
því að skrifa skeyti ,öll með venjulegu letri, áður en þau eru send
hlutaðeigendum.
Þessi tól, sem hér hefur verið lýst, eru algengust nú, en þó
eru sumstaðar notuð ýms önnur; t. d. hafa menn tól, sem skrifa
eða prenta skeytin með venjulegu letri jafnóðum og þau koma.
Þegar ritsíminn er mjög langur, getur og farið svo, að straumur-
inn úr einu eða fáum einum galvanskerum verði of veikur til þess,
að hreyfa símatólin; þessu víkur þannig við, að í járnsímanum er
mótstaða gegn rafmagnsstraumnum — menn geta hugsað sér hana
svipaða núningsmótstöðunni eða einhverju þess háttar —, en þessi