Eimreiðin - 01.07.1899, Side 98
2l8
Já inndæli skógur, þú ert okkur kær,
en elskaðri samt, ef þín stund væri nær,
og þrefalt, ef þú værir dáinn.
Þá ættirðu að vita, hve sorg vor er sár,
og sjá eða finna þau brennandi tár,
sem yltu o’ná elskaða náinn.
f. E.
Þið sjáist aldrei framar <.
Eftir J. S. Abbets.
Hve sdrt, er slitnar hönd frd hönd
og hafið veglaust skilur lönd,
það suðar dimt við sendna strönd:
i.þið sjdist aldrei framarlt
Stgr. Thorst.
Hún sat við rúmstokkinn hans: Alt fólkið á bænum var hátt-
að fyrir stundarkorni; alt var orðið kyrt, ekkert hljóð heyrðist,
nema ofurlítill goluþytur úti fyrir. — Hann hafði snúið sér upp.
— Það var að heyra á andardrættinum sem svefnmók hefði sigið
á hann. Hún hélt urn vinstri hönd hans, sem lá ofan á sæng-
inni, og taldi í sífellu æðaslögin. Hún horfði ýmist á úrið, sem
lá á litla borðinu fyrir framan hana undir glugganum, eða hún
lyfti sér lítið eitt upp af stólnum og laut niður að honum, til þess
að vita, hvort hann svæfi. Það leyndi sér ekki, að henni var ekki
rótt. Það var langt frá því, að kveldkyrðin hefði friðandi áhrif á
hana. Því fullkomnari sem kyrðin varð umhverfis hana óg þögnin
dýpri, þvi ríkari og einvaldari urðu hjá henni hugsanirnar um
ástand hennar, sem allar hlutu að vekja hjá henni hrygð og kvíða.
— Orðin, sem læknirinn sagði við hana um kveldið, um leið og
hann kvaddi hana: »Hann verður að sigla með næsta skipi; það
má ekki dragast lengur«, — það voru þau, sem allar hugsanir
hennar snerust um. »Að sigla«, — skilja við hann svona fárveik-
an, það var óttaleg tilhugsun. Hún hafði lengi verið hrædd um,
að hann mundi deyja þá og þegar, og þótt hún aldrei gæti hugsað
um það nema með skelfingu, að hann dæi frá henni og aumingja
litlu börnunum þeirra, þá var henni það þó altaf dálítil fróun, að