Eimreiðin - 01.07.1899, Side 104
224
»Kemur hann þá ekki bráðum eins og þú hefur sagt okkur?«
»Nei, hann kemur — hann kemur — aldrei!«
»Kemur hann aldrei, — ekki hitt sumarið?«
»Nei.« Meiru kom hún ekki upp fyrir gráti.
Sveinninn horfði nokkur augnablik í gaupnir sér, varirnar
fóru að titra og svo grúfði hann sig hágrátandi í kjöltu mömmu
sinnar.
»Aumingja föðurleysinginn,« sagði hún, um leið og hún lyfti
honum upp í fangið og vafði hann að sér.
»Sé ég þá babba minn aldrei oftar?«
»Nei, elsku barnið mitt — þið sjáist aldrei framar.
Hugarburðir.
Þeir lýstu í æsku líkt og fögur hilling,
I lofti bygðust hallir Aladdins
Með bustir skreyttar skærri röðuls gylling,
Svo skinu hugarburðir anda míns.
Ég eldri varð og hratt þeir sjónum hurfu,
Æ, hurfu til að birtast aldrei meir,
Og fyr en varði sorgir að mér surfu
Eins sárar eins og fagrir vóru þeir.
Og sakast hef ég um þau brigðin bitur,
Er borið hef ég síður held’r en vel,
En rórri nú, þótt of seint yrði eg vitur,
Um orðna hluti raunir ég ei tel;
Þó hjóm það væri’, er hug óreyndan vilti,—
Frá himni var þó ljóminn, sem það gylti.
Stgr. Th.
íslenzk hringsjá.
BÆKUR SENDAR EIMREIÐINNI:
ALDAMÓT. VIII. ár. Winnipeg 1898. í þessum árg. eru: 1. »Land-
skjálftaljóö« eftir séra Valdimar Briem, 12 kvæði, er lúta að landskjálftanum 1896,