Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Page 106

Eimreiðin - 01.07.1899, Page 106
226 eitur og drykkjuskapurinn beinlínis sjúkdóraur, er menn borgi i milj. króna á ári til þess að fá inn i landið. Eina öfluga ráðið við þessum sjúkdómi sé algert vínsölubann í landinu, og vill hann að alþingi setji lög um það. Þetta er aðal- efhið, en þeim, sem vilja sjá, hve vel því er fyrir komið og framsetningin snild- arleg, verðum vér að vísa í fyrirlesturinn sjálfan, sem óskandi væri að sem allra flestir vildu kynna sér. Hann er sú atkvæðamesta atlaga gegn ofdrykkjunni og bezta vörn fyrir vínsölubanninu, sem vér höfum séð, einmitt af því hann er svo laus við alt ofstæki og öfgar, en setur fram rök sín blátt áfram og sannfærandi. Á einum stað er þó skýring höf. algerlega ófullnægjandi. Hann spyr, hvað eigi að láta í landssjóðinn, í tollskarðið, ef vínsölubann sé innleitt. Og því svarar hann þannig: »Það er fljótsagt: í það á að láta hér á landi eins og einn tíunda hlutann af þvi, sem þjóðfélag vort mundi græða á afnámi áfengisnautnarinnar. Meira þarf ekki. Hinum 9/J0 hlutunum getur þjóðin stungið í vasa sinn; það er ágóðinn.« Þetta köllum vér að svara út í hött. Því það er í rauninni ekkert svar. Það verður það fyrst, þegar höf. hefir jafnframt sýnt fram á, á hvern hátt, með hvaða skattálögu eigi að ná þessum */io af gróða þjóðarinnar inn í lands- sjóðinn. En til þess hefir hann auðsjáanlega ekki treyst sér, enda er það vandinn mestur. ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: ALMANAK 1899. 5. ár. Winnipeg 1898. í kveri þessi er auk almanaksins sjálfs snotur saga eftir Dickens og landnámssaga íslendinga í Nýja-íslandi eftir Guölaug Magnússott, laglega samin; enn fremur þáttur um mannlegan líkama, ráðaþáttur, um sparsemi, um mæling á vatnsafli og margir fleiri fróðleiksmolar. Að lokum er skrá j'fir mannalát og helztu við- burði meðal íslendinga í Vesturheimi síðastliðið ár. Efnið er vel valið og allur frágangur mjög vandaður, bæði að þvi er snertir mál og stafsetning og eins pappír og prentun. Kverið er yfir höfuð mjög eigulegt og mundi sjálfsagt margur á íslandi hafa gaman af að kynna sér það. í almanakinu eru í stað allra dýrlinga- nafnanna sett nöfn merkra manna, hvenær þeir hafa fæðst og dáið o. s. frv. Þetta þykir fólki gaman að fá að vita, en um dýrlingana hirða víst fáir nú orðið. STEFÁN STEFÁNSSON: UM LUNGNAORMASÝKI á Möðruvöllum í Hörgárdal. (Sérpr. úr Búnaðarr. XI.). í ritgerð þessari er nákvæmlega skýrt frá megnri drepsótt, er kom upp í fé höf. veturinn 1897 og einu sinni hafði gjört vart við sig áður, álítur hann að þetta hafi verið lungnaormasýki, er kvað vera alltíð sýki erlendis, en hingað til óþekt á íslandi, þótt hún sjálfsagt sé þar ekki nýr gestur. í lungunum úr öllum þeim kindum, sem drápust, fann höf. meira og minna af ormum, og gjörði ýmsar athuganir um byggingu þeirra og líf. Vær æskilegt að dýralæknirinn héldi þessum rannsóknum áfram, svo komist yrði að fastri niðurstöðu um eðli sýkinnar, sem virðist geta orðið allskæð. V. G. SKÝRSLUR UM HEILBRIGÐISMÁLEFNI heitir mjög þarfur ritlingur, sem út kom á Akureyri síðastliðið haust, er sýnir ljóslega, að hinn árvakri amt- maður Norður- og Austuramtsins lætur sér ekki síður ant um heilbrigði manna en málleysingja. Ritlingur þessi er í tveim köflum og er hinn fyrri þeirra um næma sjúkdóma, leiðbeiningar fyrir alþýðu eftir Guömund lækni Hannesson, er hann kveðst hafa samið að tilhlutun amtmanns. Fyrst tekur höf. það skýrt frarn, að það sé mestmegnis komið undir samvizkusemi, hygni og löghlýðni alþýðu, hvort takast megi að fvrirbyggja drepsóttir á íslandi; ættu menn að leggja sér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.