Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Page 109

Eimreiðin - 01.07.1899, Page 109
229 orðin eru góð þegar þeirra þarf með. En þegar þeim er ofaukið, finst mér súpa •vera látin í grautinn; en það er enginn bætikostur. — Höf. kallar börnin »ljúf og gullhrein í lund«. Petta finst þeim, ef til vill, vel sagt, sem börnin eiga, enda kann þetta að vera satt sagt um þau, meðan þau eru allsnaktir óvitar. En undir eins þegar þau skríða úr vöggunni, eru þau óðfús á að sýna ávexti erfða- syndarinnar: þau eru þegar úthverf, ef ekki er alt látið eftir þeim, leggjast á hin, sem eru minni máttar, bíta þau, berja og rífa, segja eftir þeim, öfunda þau o. s. frv. Svona koma þau mér fyrir sjónir, sem búin eru að fá lundina. En meðan þau eru lundarlaus, eru þau, ef til vill, ljúf og gullhrein i lund! — Það er hæpið að tala um >gnípur svelli lagðar«. — Og ef Rask málfræðingur er >nuen eins og höf. segir — ef málfræðin er ntœr, þá er ástin grimmúðug. — Höf. talar líka um sgrimma dropa« og eru þeir þó gersnevddir öllu skapferli. — En þegar höf. segir, að örvæntingin »kyssi«, þá varð mér ótti einu sinni og ilt undir bring- unni. — Þá er þess að geta, að ástin »hlær úr augunum«. Þetta er reyndar ekki ótækt. En þó er það ekki aðaleinkenni hennar, að hafa hátt um sig. Hún er fyrst og seinast þögul og starandi. Það er eðlilegt, að höf. kalli stjörnuna »blíða« — og er hún þó ekki sýnd í persónugervi — svo ör sem hann er á lýsingarorðunum. En þegar hann segir »roðinn rauði«, barði ég mér á brjóst og bað listina að vera honurn náðuga. Allir þekkja »frelsisroðann rauöa«, sem annað skáld uppgötvaði um árið, þegar koma konungsins teygði loftungur skáldanna úr höfðum þeim, og munu fáir hafa óskað eftir nýrri útgáfu af þessari óskiljanlegu Rauðku. Pá hefir höf. hafið »nátthrafninn« hans Indriða Einarssonar upp í annað veldi. — Hvat fugli er þat? — Sulturinn hlýtur að ganga fast að þeim skáldum, sem leita að eggjum þessa fugls. Og heldur myndi ég reyna að koma á hjá mér geirfuglavarpi, en að leita mér slíkra matfanga, og vita þó flestir hvílikir erfiðleikar eru á því. En ef þessir höf. vita með sannindum, að »nátthrafninn« sé til, ættu þeir að ná í hann og gefa náttúrugripasafninu ham hans og egg. — »Mýra-ögur« mun vera rangmæli; því ögrar (vogar) eru engir í mýrum. Þá lætur höf. bylgjurnar »lemja með lokkunum«, og ekki nóg með það, heldur tekur hann þessa umsögn upp síðar, og lætur þá Ægi »lemja með lokk- unum«. Þessi líking er syndsamlega óskdldleg og það svo mjög, að mér þykir ólíklegt, að hún verði fyrirgefin. Engin lifandi skepna »lemur með lokkunum«; en til þess að líkingar geti staðist, verða þær að eiga sér bakhjall í tilverunni. Bylgjumar og Ægir eru imynd hins vilta afls. En »lokkahögg« geta ekki verið sterk eftir eðli sínu, þótt þau ættu sér stað, sem ekki er. Þá er stafsetningin. Annars vegar er ritað, nálega í öllum greinum, eftir framburði. En hins vegar notar höf. t. d. forsetninguna of, þar sem yfir ætti að vera, eða um. Þessa forsetningu getur víst enginn maður borið sér í munn í nútíðarmáli. Höf. ritar líka »rúnar«. En sú tilgerð í framburðarstafsetningu! Annars felli ég ekki verð á bókinni fyrir stafsetninguna, þótt hún sé ógeðsleg; því stafsetning er ekki aðalskilyrði góðs máls, heldur orðavalið og skipun þeirra i setningunni. — Þá eru landslagsmyndir frá Þýzkalandi, og skemma þær hvorki né bæta; en aldrei hefi ég séð slíkar myndir í kvæðabókum. Enn eru myndir af höf. og C. Kuchler, þýzkum kunningja hans. Myndir þeirra eru á sömu blað- siðunni og sitja þær skáhallar eins og tvö höfuð væru sett á einn háls. Nú eru taldir ýmsir smágallar Baldursbrár. En því er ver og miður, að enn þá eru aðalgallarnir ótaldir. Þeir eru þessir: deyfð og svipleysi hugmynd- anna, kraftleysi málsins og hljómskortur kveðandinnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.