Eimreiðin - 01.01.1921, Page 24
24
í WELNGARTEN.
tEIMREIÐIN
Eg fekk liðsforingjanum vegabréf mitt og las hann það
yfir með athygli. Hann réttir þeim næsta bréfið og athug-
ar hann það með jafnmikilli gaumgæfni. Mér fór ekki að
verða um sel. Liðsforingjarnir stóðu þarna í hnapp með
nefin ofan í vegabréfi mínu og las hver þeirra það tvis-
var. Og þess á milli skoðuðu þeir mig allan frá hvirfli
til ilja.
Átti eg ekki að fá að komast leiðar minnar?
Eg reyndi að setja upp eins mikinn sakleysissvip og
roér var unt, til þess að þeir héldu þó ekki af útliti mínu
að eg væri njósnari. — Loks fer einn liðsforingjanna að
yfirheyra mig.
»Hvað heitið þér?« »Eg heiti Jón Svensson1) eins og
stendur í vegabréfi mínu«. »Er það fult nafn yðar?« »Eg
heiti einnig Steffán«. »En hér stendur að eins Jón Svens-
son«. »Eg hélt að það mundi nægja. Eg skrifa venjulega
ekki Steft'áns-nafnið«.
Hann snýr sér að skrifurunum og segir: »Þér skrifið
þvi: Jón Svensson«. Og stafa varð eg það fyrir þeim.
»Hvaðan eruð þér?« spurði liðsforinginn á ný. »Eg er
íslendingur«. »Nú, svo þér eruð útlendingur. — Þér skrifið
því: Jón Svensson, útlendingur. — En frá hvaða landi
eruð þér?« »Eg er frá íslandi«. »Nú, frá íslandi, ekki
lrlandi?« »Nei, frá lslandi«. »Undir hvaða stjórn er ísland?«
»Það hefir sína eigin stjórn, en lýtur Danakonungi«. »Svo
þér eruð þá Dani!« »Eg er þegn Danakonungs«. »Og hvar
eigið þér nú heima?« »í Austurríki«. »Hvar í Austurríki?«.
»í Feldkirch«. »í Feldkircb. Og hvert ætlið þér?« »Til
Weingarten«. »Hvert í Weingarten?« »Til hermannaskál-
ans, þar sem særðu frönsku fangarnir eru í haldi«. »Hvers
vegna ætlið þér til frönsku fanganna?« »Eg ætla að syngja
jólamessu fyrir þá«. »Hvers vegna einmitt þér?« »Af því,
að því er virðist, að ekki hefir náðst í annan er gæti
messað á frönsku«. »Hvar hafið þér lært frönsku?« »Á
Frakklandi«. »Hafið þér átt heima á Frakklandi?« »Já«.
1) Nafn sitt skrifar hann þannig erlendis.