Eimreiðin - 01.01.1921, Side 30
30
1 WEINGARTEN.
ÍEIMHEIÐIN'
hafði verið með mörgum Korsikubúum í Frakklandi og
þekti því allvel til eyjarinnar.
Þegar eg hætti að tala um Korsiku fór eg að segja hin-
um hvar eg hefði verið á Frakklandi; eg hafði ferðast
þar mikið um og víða komið við. Eg hafði verið undir
Pyreneafjöllum og í Pau, »/a ville des roses« (Rósabæn-
um) og í sveitaborginni Tarbes með undurfallegu hestana,
einnig í Bordeaux, »/a ville des Palaisa (hallaborginni),
og í Orléans, Poitiers, Angouléme, París, Amiens, Boulogne,
Lille, Dunkerque o. s. frv. Og altaf þegar eg nefndi ein-
hvern bæ gáfu einhverjir sig fram sem annaðhvort voru
fæddir þar eða höfðu átl þar heima. Og svo kom að
þeir fóru að skoða mig og eg þá sem landa.
Svona hélt samtalið áfram: um heimkynni þeirra, um
sár þeirra og svaðilfarir, um lækning þeirra, hjúkrun og
aðbúnað hér og luku þeir allir lofsorði á það. Og þegar
talið barst að sjálfu stríðinu var enginn þeirra í neinum
vafa um það að þar myndu Þjóðverjar fara halloka og
það mjög bráðlega.
Þegar þessu hafði farið fram nokkuð lengi komu eflir
salnum tveir ungir hermenn og fóru hægt og varlega.
Milli sín leiddu þeir mann, lágan vexti og unglegan, og
fóru mjög gætilega með hann. Hann var i síðri, hvitri
innisetuskikkju og var vafinn breiðu, hvitu bindi um
höfuðið. Þegar þeir nálguðust gerðu félagar þeirra ótil-
knúðir opna leið fyrir þeim, svo þeir gætu komist fyrir-
hafnarlaust til mín. Hingað til hafði alt gengið með glað-
værð og spaugi svo að þetta kom mér óvænt, Eg greip
hönd þessa særða manns og sagði við hann með hlut-
tekningu:
»Kæri vinur, hvaðan eruð þér?«
»Eg er frá París, faðir«.
»Eruð þér fæddur í París?«
»Já, og hefi altaf átt þar beima alt til þessa«.
»Og nú hafið þér særst, og það éinmitt á höfðinu. Er
það inikið sár?«
»Ójá, faðir. Það eru augun«.
»Augun? Bæði augun? Og hvernig geugur með batann?«