Eimreiðin - 01.01.1921, Síða 32
32
í WEINGARTEN.
[EIMREIÐIN
Pá er drepið á dyr. »Entrez!« (kom inn) og inn kom
ungur franskur liðþjálfi; er hann sá að við vorum á ein-
tali bað hann afsökunar og ætlaði óðara að hverfa út
aftur. »Nei, gerið svo vel; samtali okkar hér er lokið«.
Eg kvaddi hinn blinda vin minn og leiddi hann til félaga
hans, sem beið fyrir utan dyrnar.
»Eg þurfti að ráðgast ofurlítið við yður viðvíkjandi
söngnum á morgun«, mælti liðþjálfinn. »Eg er ofurlítið
brot úr söngstjóra og hefi myndað dálítinn söngflokk
meðal særðu fanganna hér, og hefi verið að æfa fyrir
guðsþjónustuna«.
»það gleður mig mikið að heyra. Leikið þér einnig á
orgelið?«
»Nei, faðir. Eg verð að stjórna flokknum. Á orgelið
leikur dómkirkjuorganistinn hér, sem er þýskur prófessor.
Hann gerir það ágætlega. Eg hefi ráðfært mig við hann
um alt fyrir morgundaginn«.
Svo nefndi hann þá sálma sem þeir vildu syngja, flesta
margraddað; eg gat ekkert fundið að þeim, en lofaði hann
mjög fyrir áhugasemi hans.
Hér tók eg svo á móti heimsókn æði margra, þeirra er
verst voru á sig komnir. það var orðið áliðið kvöldsins
er eg kom aftur inn í prestshúsið til þess að snæða kvöld-
verð, þar á eftir varð eg að umsemja ýmislegt i prédikun
minni, því eftir þessi nánu kynni við tilvonandi áheyr-
endur mína þurfti talsverðu að breyta frá því er eg hafði
upphaflega ætlað.
Laust fyrir kl. hálf tíu daginn eftir var eg kominn inn
i skrúðhús dómkirkjunnar miklu. Allir Frakkar, þeir er
gengið gátu eða réttara sagt, með einhverju móti gátu
dregist áfram, voru þegar komnir til kirkjunnar, með for-
ingjana fremsta í flokki. Þeim hafði verið ætlað pláss í
miðri kirkjunni inst. Undir hliðarhvelfingum kirkjunnar,
báðum megin við Frakkana, var allmikið af öðru fólki,
sérstaklega þýskum foringjum, sem vildu einnig vera við
guðsþjónustuna.
Klukkan nákvæmlega hálf tíu steig eg i stólinn og eftir
stutta bæn hafði eg yfir jólafagnaðarboðskapinn upp úr