Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1921, Page 33

Eimreiðin - 01.01.1921, Page 33
EIMREIÐIN| t WEINGARTEN. 33 »paroissien romain« (rómversku kirkjuhandbókinni). Pví næst flutti eg stólræðuna. Það tók hálfa klukkustund. — Sjaldan hefl eg haft gaumgæfnari áheyrendur. Eitt var það sem vakti sérstaklega atbygli mina hjá þessum sjald- gæfa söfnuði: Að vanda mínum fléttaði eg smá sögur og dæmi inn í ræðu mína. Ávalt er eg kom með einhverja slíka sögu tók eg eftir snöggri hreyfingu hjá öllum, eins og þeir kiptust eða hrykkju við. Andlitin sneru sér öll að mér í einni svipan og eins og eftir skipun störðu öli augu á mig. Stundum voru þessar hreyfingar svo litlar að varla varð tekið eftir þeim, en ávalt jafn snöggar. Auðsjáanlega var þó eftirtekt þeirra altaf vakandi, en athyglin sem sög- urnar vöktu var eins og af alt öðru tagi, þeir sátu þá hreyfingarlausir, eins og dæmdir. — Er eg mintist ástvina þeirra i fjarlægu, sólríku átthögunum heima á Frakklandi, sá eg glitra á tár í augum æði margra. Að guðsþjónustunni lokinni fór eg aftur inn í hermanna- skálann, þvi enn álti eg starf eftir, það sem sist mátti vanrækja og mér lá sérstaklega á hjarta: eg þurfti að ganga um herbergi þeirra sem Iáu þyngst haldnir af sár- um, vildi ræða eitlhvað við þá fyrst og svo undirbúa þá undir hið heilaga sakramenti, sem eigi allfáir þeirra höfðu beðið um. Þeir láu í þrem stórum stofum út frá salnum mikla, þar sem hátíðahöldin áttu að fara fram. Er eg kom inn og kastaði hlýlegri kveðju á alla var eins og birti yfir fölu andlitunum og augu allra leiftruðu vingjarnlega á móti mér. Eg sá fljótlega, hve vænt þeim þótti um að eg heimsótti þá. Eg kom mér upp að glugga, þar sem eg gat séð yfir alla og byrjaði á að segja þeim hver eg væri. Eg sagði þeim frá hvernig eg hefði kynst fjölda af löndum þeirra er eg var svolítill drengur úti á hinu fjar- læga fslandi. Á hverju sumri komu þangað fjöldi frakk- neskra skipa, sagði eg þeim, bæði fiskiskip og stór herskip. Franskir sjómenn dvöldu þar svo þúsundum skifli yfir sumarið. Mér þótti altaf sérstaklega gaman að heimsækja fjörugu 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.