Eimreiðin - 01.01.1921, Síða 33
EIMREIÐIN|
t WEINGARTEN.
33
»paroissien romain« (rómversku kirkjuhandbókinni). Pví
næst flutti eg stólræðuna. Það tók hálfa klukkustund. —
Sjaldan hefl eg haft gaumgæfnari áheyrendur. Eitt var
það sem vakti sérstaklega atbygli mina hjá þessum sjald-
gæfa söfnuði: Að vanda mínum fléttaði eg smá sögur og
dæmi inn í ræðu mína. Ávalt er eg kom með einhverja
slíka sögu tók eg eftir snöggri hreyfingu hjá öllum, eins
og þeir kiptust eða hrykkju við. Andlitin sneru sér öll að
mér í einni svipan og eins og eftir skipun störðu öli augu
á mig. Stundum voru þessar hreyfingar svo litlar að varla
varð tekið eftir þeim, en ávalt jafn snöggar. Auðsjáanlega
var þó eftirtekt þeirra altaf vakandi, en athyglin sem sög-
urnar vöktu var eins og af alt öðru tagi, þeir sátu þá
hreyfingarlausir, eins og dæmdir. — Er eg mintist ástvina
þeirra i fjarlægu, sólríku átthögunum heima á Frakklandi,
sá eg glitra á tár í augum æði margra.
Að guðsþjónustunni lokinni fór eg aftur inn í hermanna-
skálann, þvi enn álti eg starf eftir, það sem sist mátti
vanrækja og mér lá sérstaklega á hjarta: eg þurfti að
ganga um herbergi þeirra sem Iáu þyngst haldnir af sár-
um, vildi ræða eitlhvað við þá fyrst og svo undirbúa þá
undir hið heilaga sakramenti, sem eigi allfáir þeirra höfðu
beðið um. Þeir láu í þrem stórum stofum út frá salnum
mikla, þar sem hátíðahöldin áttu að fara fram.
Er eg kom inn og kastaði hlýlegri kveðju á alla var
eins og birti yfir fölu andlitunum og augu allra leiftruðu
vingjarnlega á móti mér. Eg sá fljótlega, hve vænt þeim
þótti um að eg heimsótti þá. Eg kom mér upp að glugga,
þar sem eg gat séð yfir alla og byrjaði á að segja þeim
hver eg væri.
Eg sagði þeim frá hvernig eg hefði kynst fjölda af
löndum þeirra er eg var svolítill drengur úti á hinu fjar-
læga fslandi. Á hverju sumri komu þangað fjöldi frakk-
neskra skipa, sagði eg þeim, bæði fiskiskip og stór herskip.
Franskir sjómenn dvöldu þar svo þúsundum skifli yfir
sumarið.
Mér þótti altaf sérstaklega gaman að heimsækja fjörugu
3