Eimreiðin - 01.01.1921, Side 35
EIMREIÐIN)
í WEINGARTEN.
35
voru um 300 og auk þess margt borðsgesta, mest yfirmenn
úr þýska hernum; meðal gestanna voru einnig við prest-
arnir, Öllu var hagað með nákvæmni heragans, og gest-
um skipað í sæti eftir virðingarstöðum. Salurinn var
prýddur hið besta, enda hafði mikið starf farið í þann
undirbúning. Peninga til hátiðahaldsins höfðu konungs-
hjónin í Wúrttemberg gefið, rausnarlega fúlgu, en auk þess
höfðu Frakkar skotið saman sín á milli um 600 mörkum.
Undir borðum hafði eg sæti milli tveggja foringja, hafði
þýskan á vinstri hönd en franskan á hægri. Pýski for-
inginn var prófessor frá háskólanum í Munchen; hann
var í senn hinn reifasti og alúðlegasti samkvæmismaður
og hálærður vísindamaður. Hann bar foringjabúning og
átti að fara á vígstöðvarnar eftir nokkra daga. Er hann
komst að því að eg var íslendingur glaðnaði mjög yfir
honum, því íslensk tunga og íslenskar bókmentir voru
sérfræðigrein hans. Mér til mikillar gleði komust sam-
ræðurnar fljótt inn á binar fornu bókmentir ættjarðar
minnar. Hann var þar ágætlega vel heima. Eg varð einnig
að segja honum allskonar um ísland nú á dögum.
En ekki mátti eg sneiða hjá sessunaut mínum á hægri
hönd. Hann var franskur höfuðsmaður, hinn ástúðlegasti
maður. Par urðu samræðurnar allar um Frakkland og
það sem franskt var. Það var lilbreytni fyrir mig í sam-
talinu: Öðru megin germanskt-norrænt, hinu megin róm-
anskt-suðrænt!
. Daginn eftir lagði eg af stað heim aflur. Eg varð að
kveðja vini mína, frönsku fangana, og fór fyrst til fyrir-
liðanna. Peir þrýstu a!lir hönd mina hjartanlega og sér-
staklega þakkaði höfuðsmaðurinn mér prédikunina og
annað það er eg hefði gert fyrir landa hans.
Meðan eg var að kveðja fangana barst stöðugur ómur
af fyrirskipunum og fótataki fjölda manna neðan frá
skálagarðinum. Pað voru ungir, suður-þýskir hermenn,
mest kjarnþroska og blómlegir unglingar, sem verið var
að búa undir hið blóðuga starf á vestur- og austurvíg-
stöðvunum. Nokkrir franskir hermenn stóðu við gluggana