Eimreiðin - 01.01.1921, Qupperneq 52
52
AÐFLUTNINGSBANNIÐ
[EIMREIÐIN
ur, að auðvelt sé að ná fé með tegund, er lamar þrótt
og vit þjóðarinnar. Freistingin er stór þegar fápyngjan er
létt, og endirinn þá eigi í upphafi skoðaður. það er freist-
andi að tolla vörutegund, sem svo margir vilja kaupa
dýru verði, en það er hvorki rétt né viturlegt, af því hún
bæði eyðir gjaldþoli og starfsþoli þjóðarinnar. En það er
rétt og viturlegt að banna slíka vörutegund. Ef landið
hefði alglrei haft tekjur af vinsölu, væri bannið búið að
starfa hér um mörg ár þjóðinni til mikillar blessunar.
Og enn er það agnið, sem beita á, er barist er fyrir því
að afnema bannið. Þó hlýtur öllum að vera það ljóst, að
eigi er unt að gieiða tollinn nema kaupverðið sé einnig
greitt. Með útskúfun vínsins er hægt að greiða hvort-
tveggju upphæðirnar i ríkissjóð og hafa þó meira gjald-
þol eftir en áður.
þriðji og stærsti ókostur þess er óhrifin.
íVgar menn neyta matar eða óáfengra drykkja, hverfur
lystin að jafnaði á undan vitinu. Hið gagnstæða á sér
stað með vínið. Þar hverfur vitið að jafnaði á undan lyst-
inni og síðan er drukkið svo lengi sem lífsaflið er fært
að bera bikarinn að vörunum, eða þar til alt er tómt.
Ef hér væri staðar numið væri stór bót i máli, en það
er öðru nær en svo sé. Hið seiðandi magn vinsins lætur
sér ekki nægja það eitt, að lokka á brott vitið. F*egar því
er fullnægt framkallar það hinar lægstu hvatir mannsins,
hinar dýislegustu tilhneigingar hans. Vitið, sem áður hélt
þeim í skefjum, er horfið, sómatilfinningin svæfð. Vakni
hún aftur er hún lömuð. Hve mörg siðferðisbrot hafa
eigi skeð og hve margir glæpir eigi framdir undir þeim
banvænu áhrifum? Hve oft helir eigi hinni hrópandi betri
rödd mannssálarinnar verið drekt í þeim óheilla vökva?
Eg veit, að þér vínvinir! getið svarað og sagt: Hafa ekki
ótal mörg siðferðisbrot skeð og ótal glæpir verið framdir
án ölæðis? Jú, því miður. En hefðu mennirnir samt sem
áður aldrei lært að drekka frá sér vitið, væru tilfellin
miklu, miklu færri, að minsta kosti þeim færri, er ein-
göngu ólæði hefir komið til leiðar og þau eru ekki svo fá.
Að vínið lami og deyði lifsaflid og líkamsþróttinn er