Eimreiðin - 01.01.1921, Síða 69
EIMREIÐIN]
UM LISTIR ALMENT
69
Fjarst úti’ í húmi alda óskapnaðar
andi guðs tók til starfa. t*aðan er
sköpunarlöngun listamanni komin.
Þessi kenning, eftirlíkingar-stefnan, er ekki ný, því hún
hefir ríkt um margar aldir, alt frá því að listir (í venju-
legri merkingu orðsins) hófust, þó hún standi nú höllum
fæti, því ímyndunar-stefna nútímans er að dæma hana
til dauða. Þó er enginn snillingur svo snjall, áð hann
geti náð litum eða lögun hinna minstu blóma jarðarinnar.
Fjólan á meinum og sóleygin á túninu eru meiri meist-
araverk en mannleg list getur framleitt.
Fessi áminsta stefna hefir séð sína daga sælli, þegar
listin var orðin svo fullkomin í áliti almennings og lík-
ingin svo nákvæm, að ekkert þurfti annað en lífsandann,
til þess að myndar-maðurinn stigi ofan af marmarastalli
sínum og tæki sér bólfestu í mannheimum. Forngríska
listin hefir verið allhart dæmd af sumum nútíðarmönn-
um og þar á meðal af Einari okkar Jónssyni í listaverki
hans af Medúsa-höfðinu. En þó listir þeirrar aldar falli
ef til vill ekki í smekk sumra nútíma manna. þá hefir
hún sína miklu þýðingu i sögu listarinnar. Og þó ekki
stæði brot eftir af allri list þeirrar aldar, þá mun þjóð-
sagan lifa og ekki firnast, þjóðsagan af listamanninum,
sem gert hafði svo fagurt kvenlíkneski, að hann varð
sjálfur ástfanginn af myndinni. Hann bað til guðs að
hún tengi líf, svo hann gæti tekið hana sér fyrir konu.
Og svo var snilli hans mikil og bæn hans heit, að guð
bænheyrði hann, — segir sagan.
Enginn mannsandi er svo sjálfstæður, að hann sé ekkí
háður aldarhættinum að meira eða minna leyti. Hinar
eilífu hugsjónir brjótast í gegnum aldirnar með þeim ein-
um breylingum, sem öldur hafsins taka á sig í blæbrigð-
um morguns og kvölds. Spakmæli forngrísku spekinganna
eru enn á hvers manns vörum. Frumleikinn, sem svo
mikið er gasprað um, verður all-fátæklegur þegar hann
er krufinn til mergjar. Listamaðurinn er eins samgróinn
samtíðinni eins og tréð moldinni. Skáldið er rödd sinnar
aldar og klæðir það í búning orðanna, sem aðrir hugsa