Eimreiðin - 01.01.1921, Side 70
70
UM LISTIR ALMENT
[EIMHEIÐIN
og finna. Framþróun aldanna byggist á trúnni á mögu-
leikana. Þvi fljúga menn nú í loftinu og ferðast og kafa í
djúpi sævarins. En hvað er það hjá því sem verða mun,
þegar trúarkraftur Krists, sem »flytur fjöll«, er fundinn
aftur og orðinn almennur? Hann gekk sjálfur á vatninu
með trúnni á mátt síns eigin vilja einvörðungu,
Liðnu aldirnar skola skipbrotum tilverunnar upp að
ströndum nútímans og við byggjum báta okkar úr skip-
rekanum og ýtum þeim út á haf framtíðarinnar. Sann-
girnin er vegurinn til skjmseminnar, hvað sem heilanum
líður. Pverúð og einstrengingsháttur eru einkenni heimsk-
unnar. Hrúturinn lætur aftur augun þegar hann stekkur
til að stanga. Það er ekki okkar að dæma, hvort illa
hefir verið stýrt, því að við verðum á sama hátt að leggja
okkar eigið ágæti undir dómmildi eftirkomendanna.
Listirnar eiga sínar margvíslegu stefnur, eins og allar
aðrar andlegar og veraldlegar hneigingar í heimi þessum.
Hér væri nú ástæða til að rekja sögu listarinnar að nokkru,
til að sýna hvert stefndi á hinum ýmsu tímum. En það
Terður ekki gert að þessu sinni, verður ef til vill tækifæri
til þess síðar.
Við lifum á byltingatímum. Sagan sýnir að þær eru
sjaldan einfara. Þó hafin sje bylting um eitt einstakt efni,
þá grípur hún um sig, þar til hún er almenn orðin og
nær til hinna gagnstæðustu efna, eins og hringirnir auk-
ast og vikka i allar áttir út frá steininum, sem kastað er
í vatnið. Hafa listirnar eigi farið varhluta af byltingum
nútímans.
Það eru aðallega tvær stefnur, sem nú berjast um
völdin í heimi listarinnar, og þær eru auðvitað gamli skól-
inn og nýi skólinn, því svo er það á öllum timum. Kalla
mætti þær á íslensku eftirlíkingar- eða hlutsæis-stefnu og
ímyndunar-, afturhvarfs- eða frum-stefnu. Skulum við
reyna að athuga þær frá algerlega hlutlausu sjónarmiði,
því báðar hafa nokkuð til sins ágætis.
Áður en farið er frekar út í þessa sálma, verður að
gera dálitla grein fyrir því, hvað það eiysem kallað er
listaverk frá listfræðilegu sjónarmiði. Grundvallar atriðin